LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Yfirlestur: Sjóndeildarhringur

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Heiðar Kári Rannversson

Sýningartími:
22.04.2017 - 02.09.2017

Sýningarskrá:

YFIRLESTUR

myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins

Sjóndeildarhringur

Myndlist í bókaformi er mótsagnakennt fyrirbæri: Bækur sem líta þarf á sem myndlistarverk, myndlist sem lesa þarf sem bókmenntaverk. Bókverk krefjast óhefðbundins lesturs sem felur ekki aðeins í sér að lesa texta heldur einnig lestur á hinu sjónræna, áþreifanlega og hugmyndalega; greiningu á formi og tegund bókarinnar sjálfrar.

Á sýningunni YFIRLESTUR má sjá myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins en þar er að finna um 800 titla sem mynda jafnframt stærsta safn bókverka á Íslandi. Sýningin er í formi lesstofu þar sem gestum gefst kostur á að skoða úrval verka úr safneigninni, eftir íslenska og erlenda listamenn, frá sjöunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Lesstofan er einnig rannsóknaraðstaða sýningarstjórans og verður einkabókasafn hans sem samanstendur af ýmsum heimildum um bókfræði og bókverk aðgengilegt gestum á meðan sýningunni stendur. Þar verður einnig hægt að hlusta á útvarpsþátt Níels Hafsteins um viðfangsefnið sem nefnist „Viðkvæmur farangur” og var á dagskrá Rásar 1 árið 1986.

„Bókasafnið” er óreiðukennt en um leið einstakt safn myndlistarverka og samanstendur af „annarskonar” bókum sem ratað hafa þangað með ýmsum leiðum á síðustu fjörutíu árum. Rétt eins og bókverkin krefst bókasafnið óhefðbundins lesturs ef gera skal tilraun til að átta sig á innihaldi þess. Því munu fara fram þrír þematískir yfirlestrar á bókasafninu á meðan sýningunni stendur og titlum lesstofunnar verður skipt út jafnóðum.

Í fyrsta yfirlestri sýningarstjórans á bókasafni Nýlistasafnsins er þemað SJÓNDEILDARHRINGUR.

Markmið sýningarinnar er að draga fram úr bókahillum safnsins verk sem sjaldan eða aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings og rannsaka bókina sem myndlistarmiðil í samtímanum. Form sýningarinnar sameinar rými safneignarinnar, bókasafnsins og sýningarsalarins, og vekur upp spurningar um framsetningu og miðlun á myndlist í bókaformi: Bækur sem lesandi á að horfa á og list sem áhorfandi á að lesa.

Í tengslum við sýninguna fer fram dagskrá þar sem hlýða má á upplestra úr bókum lesstofunnar og taka þátt í umræðum mynd- og rithöfunda um bókaformið. Viðburðirnir fara fram fyrsta laugardag í hverjum mánuði og verða auglýstir nánar síðar. Sýningin er hluti af yfirstandandi rannsókn Heiðars Kára Rannverssonar á íslenskum bókverkum en stefnt er að því að gefa út bók um efnið síðar á árinu.

Rannsóknin hlaut styrk úr Myndlistarsjóði og Safnasjóði.READ THROUGH

artworks in bookform from the collection of the Living Art Museum

22.04. – 02.09.2017

Völvufell 13 - 21, Breiðholt

Open by an appointment


Artworks in bookform are a contradictory phenomena: books as works of art, art as literature. Artists´ books request another way of reading, not only through the text but through the visual, tactile and conceptual senses; the formal and non-formal aspects of the book.

The exhibition READ THROUGH presents artworks in bookform from the collection of The Living Art Museum, where 800 titles can be found, making it the largest artists' book collection in Iceland. The exhibition takes the form of a reading room where guests have the chance to study works from the collection by Icelandic and foreign artists from the 60's to the present day. It is also a research space for the curator, and where his private library on artists'  books and bibliographia will be accessible during the course of the exhibition.

The "library" is a disordered collection of "other" books, but at the same time a unique collection of artworks, that have accumulated during the last 40 years. Thus, the library requests another way of being read, like artists' books themselves, if one wants to make sense of its content. During the exhibition the book collection will be thematically read through three times, in turn changing the titles on display in the reading room.

HORIZON is the first theme in the curator's read-through of the library of The Living Art Museum.

The objective of the exhibition is to bring forward works from the collection that have seldom or never been on display, thereby pointing towards the function of the book as a medium for contemporary artistic practice.

The form of the exhibition that combines the space of the collection, the library and the gallery, also considers the presentation and mediation of artworks in bookform: books that are to be looked at, art that is to be read.

In conjunction with the exhibition, guests are invited to listen to artists read from their work as well as take part in discussions with artists and writers on the bookform in relation to visual art. The events are scheduled to take place every first Saturday of the month during the exhibition period and will be announced shortly.

The exhibition is supported by The Museum Fund and Art Fund.


Curated by Heiðar Kári Rannversson.

/