LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

Skrælnun / Desiccation

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjórar:
Inga Björk Bjarnadóttir
Birkir Karlsson

Sýningartími:
29.04.2016 - 29.06.2016


Hvernig varðveitir maður hugmynd? Hvernig eiga söfn að takast á við varðveislu listaverka sem átti hugsanlega aldrei að varðveita? Hvert er framhaldslíf verka sem snúast um ferli frekar en lokaafurð - ferðalagið frekar en áfangastaðinn. Eru skammlíf listaverk minna virði þeirra sem ætlað er að endast um ókomna tíð og auðvelt er að forverja? Verkin á sýningunni hafa sumhver tekið á sig nýja mynd eftir langa dvöl í geymslum safnsins og illmögulegt að sýna þau í upprunalegu samhengi sínu. Eru þetta enn sömu verk? Ætti frekar að geyma slík verk sem forskrift að ferli í stað efnislegra leifa hugmyndarinnar?

Notkun hversdagslegra efna svo sem sements, laufblaða og matvæla einkennir verkin á sýningunni. Áhersla er lögð á ferlið og hugmyndina frekar en hlutinn sjálfan sem endanlegt listaverk. Önnur öfl en hönd listamannsins móta birtingarmynd verkanna. Þau taka form sitt af náttúruöflum, eðlislögmálum og styrkum höndum kvenna hjá Sláturfélagi Suðurlands. 

SKRÆLNUN vekur upp spurningar um framhaldslíf konseptlistaverka og gildi forvörslu.

 

Sýningastjórar eru Birkir Karlsson og Inga Björk Bjarnadóttir, meistaranemar í listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er samstarfsverkefni listfræðideildar HÍ og Nýlistasafnsins.

Sjá meira á www.nylo.is