LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Geymilegir hlutir

Sýningaraðili:
Hönnunarsafn Íslands

Sýningarstjóri:
Auður Harpa Þórsdóttir

Sýningartími:
29.03.2016 - 25.02.2018

GEYMILEGIR HLUTIR
- að safna í söguna
Hver eru einkenni íslenskrar hönnunar? Þessi spurning hljómar æ oftar eftir því sem íslensk hönnun er betur kynnt og aukinn áhugi utan frá beinist að Íslandi. En við sem hér búum spyrjum sömu spurningar og leitum svara.

Á þeim tíma frá því að Hönnunarsafn Íslands var stofnað, árið 1998, hefur safneignin styrkst og umsvif starfseminnar aukist. Nýir gripir sem koma í safnið á hverju ári leggja grunn að efni til rannsókna og þeir eru í sjálfu sér vitnisburður á hverjum tíma um það sem sérfræðingar álíta æskilegt að séu varðveittir í safni. Gildi þeirra hluta sem koma til safnsins breytist, merking getur orðið önnur – og jafnvel meiri.

Geymilegir hlutir eru úrvalsmunir sem safnið varðveitir af ýmsum ástæðum. Hönnunarsafn Íslands hefur það mikilvæga hlutverk að marka sögu íslenskrar hönnunar með safneign sinni og stígur stór skref þessi árin. Lýsingarorðið geymilegur er lítt þekkt í dag. En gömul merking orðsins var sett í samhengi við gjafmildi og stórhug, eins og vitnað er um í tímaritinu Skírni árið 1913 á eftirfarandi hátt ,,…þá verður sá talinn mestur er mest gaf af geymilegum hlutum."  Í þessari setningu liggur einmitt kjarninn í starfsemi Hönnunarsafnsins. Stór hluti safneignar safnsins er vegna gjafa, sem oft hafa borist með óvæntum hætti eða verið leitað eftir að fá til safnsins.
Hér verður geymilegum hlutum komið fyrir, við söfnum í söguna.

/