Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Benedikt Gröndal - brot úr lífi og verkum

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Listasafn Íslands
Byggðasafnið á Skógum

Sýningarstjórar:
Þorvaldur Böðvarsson
Steinar Örn Atlason

Birt á vef:
16.3.2015

Benedikt Gröndal rithöfundur og kennari við Lærða skólann er þekktastur fyrir ritstörf sín af ýmsu tagi, en hann átti líka langan feril sem skrautskrifari og teiknari og hefur þeim verkum ekki verið gefinn neinn sérstakur gaumur gegnum tíðina. Hér í þessari vefsýningu gefur að líta ýmis verk Benedikts sem mörg hver lítið hafa sést opinberlega en eiga fullt erindi við nútímann, enda gefa þau sérstaka innsýn í andlegt líf íslensku þjóðarinnar á sínum tíma. Einnig eru hér myndir úr lífi og starfi Benedikts sem sumar hverjar gefa vel til kynna stöðu hans meðal skáldjöfra 19. aldarinnar. Verkin og myndirnar eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Byggðasafnsins á Skógum og standa söfnin sameiginlega að sýningunni. Allnokkur fjöldi verka er enn ómyndaður og verður bætt við sýninguna eftir því sem því verki vindur fram.

/