LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Þyrping verður að þorpi

Sýningaraðilar:
Byggðasafn Reykjanesbæjar

Sýningarstjóri:
Sigrún Ásta Jónsdóttir

Sýningartími:
29.05.2014 - 05.2024

Tilgangur sýningarinnar er að gefa innsýn í merka sögu svæðisins. Sögu sem segir af fólki sem þurfti að hafa fyrir lífinu með vinnu sinni en sá tækifærin við sjávarsíðuna. Fólki sem kom og fór, ys og þys einkenndi byggðirnar. Hér var ekki einangrun eða langt á milli bæja. Hér bjó fólk saman og þurfti að finna út hvernig málum væri best háttað.
Í ár er því fagnað að 20 ár eru liðin frá því að þrjú sveitarfélög sameinuðust, Hafnir Njarðvík og Keflavík. Þótt saga hvers þeirra sé sérstök þá eiga þau mikið sameiginlegt.  Hafnirnar og Njarðvík uxu upp í kringum útvegsjarðir og í Keflavík var aðsetur kaupmanna. En þessi samfélög öll  byggðu lífsafkomu sína á auðugum fiskimiðum. Það er stefið í sögu þessa svæðis allt þar til bandaríski herinn hóf að byggja Keflavíkurflugvöll Herstöðin og flugvöllurinn urðu mikilvægar stoðir undir atvinnulífið og samfélagið á 20. öld. En á þessari öld hefur margt breyst. Sagan sýnir baráttuþrek og umhyggja fyrir samfélaginu skila