Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Öskupokar

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Minjasafn Austurlands

Sýningarstjóri:
Eyrún Hrefna Helgadóttir

Birt á vef:
3.3.2025

Í safnkosti Minjasafns Austurlands má finna fjölda fallegra öskupoka sem allir eru heimagerðir. Öskupokahefðin, sem er séríslensk, er nánast horfin, en var lengi vel stór partur af öskudeginum. Takmarkið var að ná að hengja öskupoka á einhvern án þess að hann yrði þess var. Lengi vel var sagt að stúlkur ættu að hengja öskupoka með ösku á strákana en strákarnir áttu að hengja poka með steinum á stelpurnar. Þetta þróaðist svo í það að það skipti ekki öllu máli hvert fórnarlambið var, en alltaf vakti gjörningurinn jafn mikla kátínu meðal barna og fullorðinna. 

Á þessari vefsýningu má skoða nánar þá öskupoka sem Minjasafnið geymir.