Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Verk keypt með styrk frá Listaverkasafni Valtýs Péturssonar

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Sýningartími:
27.03.2024 - 31.12.2026

Árið 2024 ákvað stjórn Listaverkasafns Valtýs Péturssonar að styðja tvö listasöfn um 1.500.000 krónur hvort í nafni Valtýs Péturssonar til þess að kaupa listaverk eftir unga listamenn. Styrkurinn var afhentur í tengslum við 105 ára afmæli listamannsins þann 27. mars 2024.

Listaverkasafn Valtýs Péturssonar er sjálfseignastofnun með þann tilgang að halda nafni Valtýs Péturssonar listmálar á lofti og standa vörð um arfleifð hans.