Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Gömul lyfseðlaumslög

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Lyfjafræðisafnið

Sýningarstjóri:
Brynhildur Briem

Birt á vef:
20.11.2024

Í safneign Lyfjafræðisafnsins eru mörg lyfseðlaumslög. Það eru umslög sem viðskiptavinir fengu til að geyma í fjölnota lyfseðla á milli þess sem þeir komu í apótekið til að fá afgreidd lyf.

Á fyrrihluta síðustu aldar voru umslögin gerð af metnaði eftir danskri fyrirmynd. En þau hurfu úr notkun eftir að sjúkrasamlag (nú Sjúkratryggingar Íslands) fóru að taka þátt í greiðslu lyfja, þá var ekki hægt að nota lyfseðil nema einu sinni. Seinna þegar ljósritun var orðin algeng voru gefni út fjölnotalyfseðlar og þá var aftur farið að búa til lyfseðlaumslög en skreytingar þeirra urðu mun einfaldari. Nú heyra fjölnota pappírslyfseðlar sögunni til (frá árinu 2018) og þar með lyfseðlaumslög.

Hér á sýningunni eru elstu umslögin og fram til árins 1950.