Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Ný verk í safneign Listasafns Íslands 2024

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
21.10.2024

Árlega bætast ný verk í safneign Listasafns Íslands, bæði keypt verk og gjafir og eru að jafnaði keypt á milli 20 og 30 verk á ári. Keypt verk eru um 20% safneignarinnar og gjafir um 80%. Við Listasafn Íslands starfar Innkaupanefnd skipuð af ráðherra til þriggja ára í senn sem ákveður kaup listaverka til safnsins og fjallar um gjafir sem safninu eru boðnar. Við val listaverka ber nefndinni meðal annars að fara eftir listrænu gildi þeirra og hafa í huga hvað safnið á eftir sama höfund auk þess sem leitast skal við að safnkosturinn endurspegli sem best strauma og stefnur í íslenskri og alþjóðlegri myndlist á hverjum tíma. Listasafn Íslands er eign íslenska ríkisins og er höfuðsafn á sviði myndlistar. 

Hér má finna upplýsingar um þau verk sem hafa bæst við safneign Listasafns Íslands árið 2024, bæði innkaup og gjafir sem hafa verið þegnar.

 

/