Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Í dagsins önn

Sýningaraðilar:
Safnahús Borgarfjarðar

Sýningarstjóri:
Þórunn Kjartansdóttir

Sýningartími:
18.05.2024 - 10.09.2024

Með þessari sýningu viljum við draga fram hluta af þeim fjölmörgu gripum sem til eru á Byggðasafni Borgarfjarðar og tengjast daglegu lífi og heimilishaldi Íslendinga. Þessir munir eru dæmigerðir fyrir þá miklu byltingu sem varð þegar fjöldaframleiðsla hófst á hlutum sem juku á þægindi í daglegu lífi.

Sýningin varðar einnig upp spurningum um hvaða áhrif þessi framþróun hafi haft og hvort hún hafi eingöngu verið jákvæð?

Við beinum kastljósinu að húsmóðurinni, birtingarmynd hennar og viðhorfum til þeirra starfa sem féllu í hennar hlut. Aukin tæknivæðing heimilstækja breyttu því ekki fyrst í stað að margar konur höfðu húsmóðurstarfið að aðalstarfi og að ólaunuðari vinnu þeirra var tekið sem sjálfsögðum hlut af öðrum.

Við getum velt því fyrir okkur, t.d. af hverju konur fóru ekki fyrr út á vinnumarkaðinn, þegar heimilistækin voru orðin algengari? Af hverju var þessum störðum ekki útvistað af heimilinu eins og ýmsum öðrum störfum? Með þessum spurningum, og fleiri, má líta á muni sýningarinnar í samhengi sögu, jafnréttis og nútíma.