LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Fermingar og ungmennavígslur

ÞMS
Spurningaskrá 2011-2

Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um fermingarsiði fyrr og nú og hliðstæðar athafnir, sem hér eru kallaðar einu nafni ungmennavíglsur. Fyrst og fremst er verið að spyrja um þína eigin reynslu, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem þú hefur heyrt hjá öðrum. Sumar spurninganna passa kannski ekki við þína reynslu en þá svarar þú aðeins eftir því sem við á. Ýmis fróðleikur sem tengist efninu en ekki er spurt um sérstaklega mætti gjarnan fá að fljóta með.

Þú getur valið á milli þess að svara með nafni eða nafnlaust en sem fyllstar upplýsingar eru æskilegar. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana og samþykkir þá til þess að sem flestir hafi aðgengi að svörunum. Eftir að þú hefur fyllt í reitina smellir þú á hnappinn „hefja svörun“. Þegar þú hefur lokið við að svara velur þú hnappinn „lokið“ og fara svör þín þá beint inn í þjóðháttasafnið. Ekki er hægt að vista svörin en mögulegt er að fara frá spurningaskránni og koma að henni aftur síðar ef glugginn er opinn og ekki slökkt á tölvunni eða vafranum. Svörin mega gjarnan vera löng og ítarleg. Jafnframt er bent á þann möguleika að skrifa svörin fyrst í ritvinnsluskjali (Word) og líma þau svo inn hér („hefja svörun“). Einnig má skila í tölvupósti til helga.vollertsen@thjodminjasafn.is.