Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Menningaráhrif - Innan girðingar og utan

ÞMS
Spurningaskrá 2023-1

Kæri þátttakandi

Þessi spurningaskrá er ein fjögurra skráa sem Byggðasafn Reykjanesbæjar í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands sendir út til að safna upplýsingum um viðhorf til og upplifun almennings af veru bandarísks varnarliðs á Miðnesheiði á árunum 1951-2006.

Við leitum til þeirra sem muna þennan tíma í heild eða að hluta, hvort heldur sem er af beinum samskiptum eða óbeinum við varnarliðið.

Svörin mega gjarnan vera lýsandi og ítarleg, við viljum fá sem mestar upplýsingar um efnið. Þú mátt endilega taka ýmis konar dæmi af þinni reynslu. Það er mjög gagnlegt fyrir rannsóknina að fá lýsingar og frásagnir frá þeim sem svara. Þú getur einfaldlega sleppt þeim spurningum sem höfða ekki til þín og einbeitt þér að hinum.

Með kærri þökk fyrir þitt framlag til þessa samfélagslega mikilvæga verkefnis,

Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar

Helga Vollertsen, sérfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands

Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Helgu Vollertsen í síma 5302276 eða á netfangið helga.vollertsen@thjodminjasafn.is

Þú getur valið á milli þess að svara með nafni eða nafnlaust. Áður en þú svarar sjálfri spurningaskránni biðjum við þig að svara nokkrum bakgrunnsspurningum (en svörin við þeim spurningum verða ópersónugreinanleg). Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana hér að neðan áður en þú hefur svörun. Eftir að þú hefur fyllt í reitina smellir þú á hnappinn „hefja svörun“. Athugaðu að svarglugginn stækkar sjálfkrafa eftir því sem þú skrifar meira í hann; upphafleg stærð gluggans hefur ekkert að gera með hvað svarið á að vera langt – því fleiri lýsingar, frásagnir, tilfinningar og smáatriði, þeim mun betur gagnast svarið.

Ekki er hægt að vista svörin en mögulegt er að fara frá spurningaskránni og koma að henni aftur síðar ef glugginn er opinn og ekki slökkt á tölvunni eða vafranum. Þó er mælt með að skrifa svörin fyrst í ritvinnsluforrit og líma þau svo inn í svargluggana til að tryggja að enginn texti tapist. Þegar þú hefur lokið við að svara velur þú hnappinn „lokið“ og fara svör þín þá beint inn í þjóðháttasafnið.