LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Tóbakshættir

ÞMS
Spurningaskrá 1997-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 92. Tóbakshættir

Spurt um ýmislegt varðandi tóbaksneyslu í fyrri tíð, m.a. vindla, rullu, skro, snús, sígarettur og pípu. Spurt um tóbaksílát, ilmefni í tóbak, spýtubakka, öskubakka, eldfæri, munnstykki, reykborð. Spurt um tóbak til lækninga, uppnefni, orðtök, sögur, vísur o.fl. 
Mars 1997. 98 svör. 57 tölvusett.

Skrá 92. Tóbakshættir
 
Þjóðminjasafn Íslands 
 
Þjóðháttadeild 
 
Spurningaskrá 92 
 
Tóbaksneysla á mjög undir högg að sækja um þessar mundir og lítur helst út fyrir að hún 
 
muni líða undir lok innan skamms. Því er ekki seinna vænna að leita fróðleiks um tóbak í 
 
daglegu lífi fólks, venjur, vinnubrögð og hluti því viðkomandi. Við biðjum fólk að skrásetja 
 
minningar sínar um tóbakshætti og að vanda eru hér spurningar til að hjálpa mönnum við 
 
upprifjunina. 
 
Þekkjast einhverjar sögur af því hvenær tóbak - eða ákveðnar tegundir af tóbaki komu til 
 
sögunnar í ykkar uppvaxtarsveit (bæ)? Muna menn t.d. eftir því hvenær sígarettureykingar 
 
hófust og hverjir byrjuðu að reykja sígarettur? Hvað fannst fólki um sígarettureykingar? 
 
Höfðu kvikmyndir einhver áhrif á fólk varðandi tóbaksnotkun? Eru einhverjar 
 
tóbaksauglýsingar frá fyrri tíð sérstaklega minnisstæðar? Á hvaða tímabilum urðu helst 
 
breytingar á tóbaksneyslu í minni heimildarmanns? 
 
Segið frá tóbaksnotkun þar sem þið þekktuð til - á heimili ykkar/vinahópi/vinnustað á fyrri 
 
hluta aldarinnar. Var algengt að nota tóbak? Hverjir gerðu það helst? Notuðu konur tóbak? 
 
Hvernig tóbak, ef svo var? Þótti það fínt eða subbulegt? Fór það að einhverju leyti eftir 
 
félagslegri stöðu eða kyni hvort og hvernig tóbak menn notuðu (vindla, snús, skro, rullu, 
 
sígarettur, pípu t.d.)? Var munur á sveit og bæ í þessu efni (sjaldgæfara að sveitakonur reyktu 
 
en konur í þéttbýli t.d.)? Notuðu sjómenn frekar munntóbak? Hvernig breyttust tóbaksvenjur? 
 
Á hvaða aldri byrjaði fólk að nota tóbak? Kunna menn sögur um "fikt" eða fyrstu reynslu af 
 
tóbaksneyslu? Þekkja menn sögur af því að fólk hafi byrjað að nota tóbak að læknisráði? 
 
Kunna menn sögur af miklum tóbaksmönnum (pípureykinga- sígarettureykinga- munn eða 
 
neftóbaksmönnum)? Hvað voru þeir kallaðir (tóbaksætur, tóbaksvargar t.d.)? Létu einhverjir 
 
mynda sig með pípu, sígarettu eða vindil þegar þeir fóru til ljósmyndara? Var til í dæminu að 
 
menn brúkuðu margar tegundir af tóbaki, reyktu, tækju í nefið og upp í sig, og tyggðu skro 
 
t.d? Hafa menn sagnir af því að menn reyktu munntóbak? En af ýmsu sem tóbaksmenn 
 
notuðu til drýginda í tóbaksleysi (t.d. saxaðri hvannarót, ornaðri töðu eða kaffi)? Gat það 
 
komið niður á fólki seinna, ef það synjaði þurfandi tóbaksmanni um tóbak? Þekkja menn til 
 
svartamarkaðsbrasks með tóbak (sígarettusala hermanna á stríðsárunum t.d.)? 
 
Notuðu menn gælunöfn um ákveðnar tóbakstegundir? Kannast menn t.d. við Nílhest, Súrsa 
 
eða Blámann? Hvað voru "krónuvindlar"? 
 
Hvað var munntóbak kallað þar sem heimildarmenn þekkja til (skro, rulla t.d.)? Tuggðu sumir 
 
blaðtóbak (baðtóbak)? Lýsið umbúðunum sem munntóbak kom í? Í hverju var það geymt 
 
heima fyrir? Kannast menn við notkun á spýtubökkum? Hvernig voru þeir? Hvað voru þeir 
 
lengi á opinberum stöðum þar sem heimildarmenn þekkja til? 
 
Lýsið ílátum sem notuð voru undir neftóbak, hvernig þau voru gerð og hverjir gerðu þau, ef 
 
það er vitað (pungar, glös, pontur, pokar, baukar, byttur, dósir, struntur)? Voru nöfnin pontur, 
 
baukar, byttur og struntur notuð um mismunandi ílát þar sem menn þekkja til? Ef menn vita 
 
um baukasmiði, hver voru einkenni smíðisgripa þeirra (efni, skraut t.d.)? Þekktust sérstakir 
 
"kvenbaukar"? Hvernig voru þeir? Hvernig var verðlag á þessum ílátum miðað við efni og 
 
smiði? 
 
Kannast menn við að ilmefni eða annað (tóbaksdropar, jurtir, koníakssletta, "baun") væri sett í 
 
tóbaksdósir? 
 
Lýsið því hvernig miklir neftóbaksmenn sem þið þekktuð tóku í nefið (stútuðu sig, sugu upp 
 
af handarbakinu t.d.). Tóku sumir bara í aðra nösina? Var talað um "tóbaksholur" á 
 
handarbökum tóbaksmanna? Tóku menn neftóbak í vörina? Settu menn tóbak undir fölsku 
 
1
 
gómana sína? Fóru menn að nota óvirðulegri ílát undir neftóbakið þegar farið var að nota 
 
verksmiðjuskorið íslenskt neftóbak í staðinn fyrir rjólið? 
 
Hvar fékkst rjól? Lýsið rjólbitunum. Segið frá áhöldum til tóbaksvinnslu og notkun þeirra 
 
(skurðarjárn, bretti, fjöl, tóbaksmylna, raspur t.d.). Þekktust tvöföld tóbaksjárn? Lýsið því 
 
hvernig menn unnu tóbaksduft úr rjólbita? Voru börn látin skera tóbak? Höfðu kaupmenn 
 
menn á sínum snærum sem skáru tóbak? Hvenær hættu menn að fá rjól og skera tóbak? Þótti 
 
mönnum íslenska neftóbakið betra en danska rjólið frá Brödrene Braun? Söknuðu menn 
 
rjólsins? 
 
Segið frá tóbaksklútum og tilburðum manna með þá. Veifuðu menn t.d. tóbaksklútum sínum 
 
ef þeim rann í skap eða sveifluðu þeim þegar þeir voru að reka fé? Var talað um 
 
"hreppsstjórasnýtur" eða "kóngssnýtur"? 
 
Segið frá mismunandi gerðum af reykjarpípum? Hverjir reyktu pípu og hvers vegna? Hvernig 
 
fengu menn pípurnar? Úr hverju voru þær? Keyptu menn þær (hvar) eða gerðu þær sjálfir? 
 
Segið frá mismunandi gerðum af reykjarpípum. Hverjir reyktu helst pípur? Kannast menn við 
 
að tóbakspípur væru gerðar úr tvinnakeflum? Voru einhverjir sérstakir pípusmiðir þar sem 
 
menn þekkja til? Kölluðu sumir pípurnar gælunöfnum? Hvernig hreinsuðu menn pípurnar 
 
(pípuhreinsarar eða annað)? Hvernig báru menn sig að við að kveikja í pípum sínum? Hvaða 
 
píputóbak var vinsælt á hverjum tíma? Voru sérstök ílát undir píputóbak? Höfðu menn 
 
sérstaka kassa til að geyma í pípur, tóbak og eldfæri? 
 
Hvaða sígarettutegundir voru notaðar á hverjum tíma og í hvaða hópum? Hvaða sígarettur 
 
þóttu fínar og hverjar þóttu ófínar? Reyktu konur sérstakar tegundir fremur en karlmenn? 
 
Segið frá og lýsið ílátum og áhöldum sem tengdust reykingum (sígarettuveski, 
 
sígarettukveikjarar, öskubakkar, munnstykki t.d.). Höfðu menn e.t.v. sérstök tóbaksborð, eða 
 
reykborð í húsum fyrir tóbak og tilheyrandi hluti? Var algengt að menn vefðu sjálfir 
 
vindlinga? Hvaða áhöld tengdust því og hvar fengust þau? 
 
Hverjir reyktu helst vindla? Voru þeir tilheyrandi við ákveðin tækifæri t.d. á jólunum, eða 
 
þegar kaupsamningar voru gerðir? Var boðið upp á sígarettur, vindla eða jafnvel pípur í 
 
veislum? 
 
Voru einhver bönn í gildi við tóbaksneyslu (ákveðnir staðir, ákveðnir dagar, ákveðin 
 
tækifæri)? Kannast menn við að reglur um tóbaksnotkun væru hafðar uppi í opinberum 
 
stofnunum? 
 
Víða í annálum sést getið um bæjabruna af "tóbaks eldi". Kannast menn við íkveikjur eða slys 
 
sem hlotist hafa af óvarlegri meðferð elds við tóbaksreykingar. 
 
Hvernig gerðu menn tóbaksseyði eða tóbakssmyrsl til lækninga eða aflúsunar? Við hvaða 
 
sjúkdómum í mönnum og skepnum? Hverju trúðu (gamlir) menn um skaðsemi eða hollustu 
 
tóbaks þegar heimildarmaður var að alast upp? 
 
Kannast menn við orðtakið "að drekka tóbak" ? Hvað merkti það? Þekkja menn orðtök um 
 
tóbaksnotkun sem nú eru aflögð (snússa sig t.d.)? En málshætti (Enginn þykir of vel mettur 
 
utan fylgi tóbaksréttur t.d.)? Kannast menn við uppnefni sem dregin eru af vinnu við tóbak 
 
"skurður" t.d. um mann sem vaggar í gangi eins og tóbaksjárn að saxa? Voru menn 
 
uppnefndir vegna mikillar tóbaksnotkunar (Bjarni baukur, Svartnasi, Jón Skerínef t.d.)? 
 
Þekkja menn eftirfarandi orð eða orðtök og þá í hvaða merkingu: 
 
Tóbakur. Að tóbaka eða að tóbaka sig. Að tóbaksjárnast. Tóbakugur. Að skera eða saxa tóbak 
 
(yfirfærð merking, sérstakt göngulag, leikbragð t.d.) Að gefa einhverjum tóbaksbita. Að 
 
tyggja upp sama tóbakið. Tóbaksmotta, tóbaksnef, tóbakspís, tóbakstala, tóbakstönn. 
 
Þekkja menn til félaga um tóbaksbindindi eða ákvæða um tóbaksbindindi í lögum félaga? 
 
Boðuðu ungmennafélög tóbaksbindindi? 
 
Hafa menn heyrt sögur um drauga sem einkennast af tóbaksnotkun? 
 
Hvað merkir tóbak í draumi? Kunna menn að segja af draumum þar sem tóbak kemur fyrir? 
 
Spáðu menn um veður í tóbak? 
 
2
 
Kunna menn vísur eða sögur þar sem tóbak kemur við sögu? Þjóðminjasafn þiggur með 
 
þökkum gamlar ljósmyndir og gripi sem tengjast efninu sem um er spurt. Eiga menn t.d. eða 
 
vita um gamlar tóbaksumbúðir, teofani-myndir, spýtubakka, öskubakka, tóbaksílát eða annað 
 
af því tagi? 
 
3
/