Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Heimkoma og ný rútína - Meðganga, fæðingar og fyrstu mánuðir barnsins

ÞMS
Spurningaskrá 2025-4

Spurningaskrá 143. Meðganga, fæðingar og fyrstu mánuðir barnsins

143c - Heimkoma og ný rútína

Þjóðminjasafn Íslands safnar nú upplýsingum um meðgöngu, fæðingar og fyrstu mánuði barnsins. Sambærileg spurningaskrá var send út frá safninu árið 1963 en ljóst er að hefðir og verklag tengt meðgöngu og barneignum hafa breyst á undanförnum 60 árum.

Viljir þú deila með okkur viðhorfum þínum, minningum og reynslu værum við afar þakklát. Svörin mega gjarnan vera lýsandi og ítarleg, við viljum fá sem mestar upplýsingar um efnið. Þú mátt endilega taka ýmis dæmi af þinni reynslu. Þú getur einfaldlega sleppt þeim spurningum sem höfða ekki til þín og einbeitt þér að hinum. Öll svör bæta við þekkingu á þessu sviði.

Ekki er sérstaklega verið að safna tölulegum upplýsingum, og því er ekki spurt um fjölda barna, aldur né nákvæmt fæðingarár. Fólk ræður sjálft hvort það svarar út frá einni ákveðinni meðgöngu, eða út frá mörgum. Velkomið er að skrifa um fleiri en eitt barn í hverju svari.

Athugaðu að þú getur alltaf dregið svör þín til baka með því að hafa samband við þjóðháttasafn Þjóðminjasafnsins í gegnum netfangið thjodminjasafn@thjodminjasafn.is eða í síma 5302200.

Með kærri þökk fyrir þitt framlag til þessa samfélagslega mikilvæga verkefnis,
Helga Vollertsen, sérfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands
Eva Þórdís Ebenezerdóttir, þjóðfræðingur
Sigulaug Dagsdóttir, þjóðfræðingur

Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Helgu Vollertsen í síma 5302276 eða á netfangið helga.vollertsen@thjodminjasafn.is