Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Jól - Jólaskraut

ÞMS
Spurningaskrá 2024-7

Í svartasta skammdeginum eru haldin jól. Aðventan, jól og áramót hafa ólíka þýðingu fyrir fólk en hefðir sem fylgja þessum tíma eiga sér sumar gamlar rætur á meðan aðrar eru nýjar af nálinni. Flest eigum við okkur jólahefðir sem við leggjum rækt við vegna þess að þær eru okkur kærar og aðrar sem við höfum sjálf fundið upp á.

Þjóðminjasafn Íslands leitar nú til almennings eftir upplýsingum um aðventu- og jólahefðir. Um er að ræða níu stuttar spurningaskrár, helgaðar ákveðnu þema sem tengist jólunum t.d. jólamat, jólaskrauti, jólavættum o.s.frv. Hver skrá er stutt og því auðvelt að svara einni í einu.

Spurningarskrár Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins hafa verið sendar út síðan 1960. Þær eru verðmætur menningararfur, geyma frásagnir og reynslu fólks sem lifað hefur umbrotatíma á Íslandi. Það er ómetanlegt að sífellt bætist í þennan gagnagrunn.

Síðasta spurningaskrá sem tengdist jólum var send út árið 2000 og því er margt sem gæti hafa breyst í jólahaldi á Íslandi síðan þá.