Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Hernaðarandstaða - Innan girðingar og utan

ÞMS
Spurningaskrá 2023-3
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Kæri þátttakandi

Þessi spurningaskrá er ein fjögurra skráa sem Byggðasafn Reykjanesbæjar í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands sendir út til að safna upplýsingum um viðhorf til og upplifun almennings af veru bandarísks varnarliðs á Miðnesheiði á árunum 1951-2006.

Við leitum til þeirra sem muna þennan tíma í heild eða að hluta, hvort heldur sem er af beinum samskiptum eða óbeinum við varnarliðið.

Svörin mega gjarnan vera lýsandi og ítarleg, við viljum fá sem mestar upplýsingar um efnið. Þú mátt endilega taka ýmis konar dæmi af þinni reynslu. Það er mjög gagnlegt fyrir rannsóknina að fá lýsingar og frásagnir frá þeim sem svara. Þú getur einfaldlega sleppt þeim spurningum sem höfða ekki til þín og einbeitt þér að hinum.

Með kærri þökk fyrir þitt framlag til þessa samfélagslega mikilvæga verkefnis,
Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar
Helga Vollertsen, sérfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands

Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Helgu Vollertsen í síma 5302276 eða á netfangið helga.vollertsen@thjodminjasafn.is