Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Gerjaður og súrsaður matur og drykkur

ÞMS
Spurningaskrá 2022-4
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Kæri þátttakandi

Þessari spurningaskrá er ætlað að safna upplýsingum um gerjaðan og súrsaðan mat og drykk þegar kemur að heimagerðum matvælum. Þar er til dæmis átt við fólk sem býr til eigið skyr, jógúrt, súrdeigsbrauð, kombucha, kefir, kimchi, bjór og svo framvegis.

Spurningaskráin er hluti af rannsóknarverkefninu „Samlífi manna og örvera í daglega lífinu“. Áhuginn á samlífi manna og örvera hefur vaxið hratt alla 21. öldina en verkefnið beinir sjónum að því hvernig þetta samlífi mótast í daglegum athöfnum fyrr og nú. Verkefnið leiðir saman vísindafólk af ólíkum sviðum til að rannsaka hvernig menningarlegt, líffræðilegt og félagslegt samhengi mótar lifandi “kúltúr”. Markmiðið er að móta nýtt sjónarhorn á heilsu, matarhætti, félagslegt samneyti og samspil manneskja og örvera og vísa veginn í átt að sjálfbærari og heilsusamlegri framtíð.

Því leitum við til þeirra sem nú þegar að gerja eða súrsa mat og drykk til að draga lærdóm af reynslu þeirra. Hvað fékk þig til að fara að gerja eða súrsa mat og/eða drykk og hvað áhrif hefur það haft? Hvaða viðhorf liggja þar að baki? Hverjar eru helstu áskoranirnar?
Svörin þín mega gjarnan vera lýsandi og ítarleg, við viljum fá sem mestar upplýsingar um efnið. Þú mátt endilega taka ýmis konar dæmi úr þínu daglega lífi. Það er mjög gagnlegt fyrir rannsóknina að fá lýsingar og frásagnir frá þeim sem svara. Þú getur sleppt þeim spurningum sem höfða ekki til þín og einbeitt þér að hinum. Þú svarar spurningunum út frá þeirri gerjunaraðferð sem að þú stundar.

Með kærri þökk fyrir þitt framlag til þessa samfélagslega mikilvæga verkefnis,

Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands
Valdimar Tr. Hafstein, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Jón Þór Pétursson, nýdoktor við Háskóla Íslands
Helga Vollertsen, sérfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands

Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Helgu Vollertsen í síma 5302276 eða á netfangið helga.vollertsen@thjodminjasafn.is