LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Hvernig er að búa á Stúdentagörðum?

ÞMS
Spurningaskrá 2012-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Kæri íbúi á Stúdentagörðum.

Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um heimili á Stúdentagörðum, hvernig þau eru samsett, hvaða munir og húsgögn rata inn á þau, hvernig fólk skapar sér heimili, upplifir það og stundar í daglega lífinu. Fyrst og fremst er verið að spyrja um þína eigin reynslu, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem þú hefur heyrt hjá öðrum. Ýmis fróðleikur sem tengist efninu en ekki er spurt um sérstaklega mætti gjarnan fá að fljóta með. Ekkert er ómerkilegt í þessu samhengi og þetta er ekki keppni um besta pennann. Öllum framlögum verður tekið fagnandi.

Spurningaskráin er send út í samvinnu við Félagsstofnun stúdenta sem heitir einum heppnum svaranda niðurfellingu á leigu í maí eða afslætti fyrir allt að 70 þúsund krónur. Til að komast í pottinn þarf að vanda til svarsins og verður það að berast fyrir kl. 24 þann 26. apríl næst komandi. Ennfremur gefur Þjóðminjasafn Íslands 100 boðsmiða fyrir tvo að sýningum safnsins, en hver miði er 2400 kr. virði. Dregið verður úr pottinum 27. apríl.

Leiðbeiningar

Nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þú svarar spurningunum átt þú að hafa fengið í tölvupósti og vísast til þeirra hér. Þægilegt er að svara hverri spurningu fyrir sig en einnig er möguleiki að svara hverjum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra (sjá kafla nr. 1-5).

Hægt er að svara spurningaskránni í áföngum, t.d. einum kafla í einu, og halda áfram seinna. Nauðsynlegt er að vista textann við hverja spurningu.

Í 4. kafla spurningaskránnar ert þú beðin(n) um að taka nokkrar ljósmyndir af heimili þínu. Vinsamlegast notaðu eftirfarandi vefslóð til að koma myndunum áleiðis: http://www.sendspace.com/. Móttakandi er agust@thjodminjasafn.is. Ef ekki gengur að nota sendspace má senda myndir í tölvupósti.

Pör eru beðin um að svara skránni sitt í hvoru lagi.

Ef að þú óskar nafnleyndar verða svör þín skrásett ópersónugreinanleg.

Vinsamlegast hafðu samband við undirritaðan ef að einhverjar spurningar kynnu að vakna.

Með bestu kveðjum og gangi þér vel að svara
Ágúst Ólafur Georgsson
fagstjóri þjóðhátta
Þjóðminjasafni Íslands
Suðurgata 43
101 Reykjavík
Sími 5302200/ 5302273
Netfang agust@thjodminjasafn.is

Skrá 116: Stúdentagarðar

Spurningaskrá þessi er um Stúdentagarða og hvernig heimili á þeim eru samsett, hvaða munir og húsgögn rata inn á þau, hvernig fólk skapar sér heimili, upplifir það og ástundar í daglega lífinu. Spurt um nágranna og samskipti við þá, uppvaxtarheimili, auk þess sem beðið er um að skrásetja útlit íbúðarinnar með ljósmyndum. Spurningaskráin var einnig send út á ensku. 115 svör ásamt ljósmyndum. Apríl 2012.


Spurningaskráin er send út í samvinnu við Félagsstofnun stúdenta sem heitir einum heppnum svaranda niðurfellingu á leigu í maí eða afslætti fyrir allt að því 70 þúsund krónur (ef leigan er hærri en sem nemur þeirri upphæð). Til að komast í pottinn þarf að vanda til svarsins og verður það að berast fyrir kl. 24:00 þann 26. apríl næst komandi. Ennfremur gefur Þjóðminjasafn Íslands 100 boðsmiða fyrir tvo að sýningum safnsins.

Fyrst og fremst er verið að spyrja um eigin reynslu fólks, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem menn hafa heyrt hjá öðrum. Ýmis fróðleikur sem tengist efninu en ekki er spurt um sérstaklega mætti gjarnan fá að fljóta með. Ekkert er ómerkilegt í þessu samhengi og þetta er ekki keppni um besta pennann. Öllum framlögum verður tekið fagnandi.

Smellið á tengil hér fyrir neðan til að ná í spurningaskrána:

Spurningaskrá nr. 116: Stúdentagarðar

Athugið að nauðsynlegt er að vista spurningaskrána í viðkomandi tölvu áður en byrjað er að svara.

Vinsamlegast sendið svörin á netfangið agust@thjodminjasafn.is

 

Þetta er rafræn upplýsingasöfnun þar sem svarað er með tölvupósti en einnig er mögulegt að nota svo kallaða netsvörun og mælum við með þeirri aðferð. Þá fara svörin beint inn í gagnagrunn minjasafna (Sarp). Þeir sem vilja nota netsvörunina eru beðnir um að senda tölvupóst á agust@thjodminjasafn.is ásamt nafni og kennitölu. Kjósi menn að svör þeirra verði varðveitt ópersónugreinanleg munu nöfn þeirra verða afmáð úr gagnagrunninum.

 

Með því að svara lítur Þjóðminjasafn Íslands svo á að hlutaðeigandi hafi samþykkt að svör sín tilheyri safninu og að það nýti þau í þágu rannsókna og minjavörslunnar í landinu. Ennfremur að Þjóðminjasafninu sé heimilt að skrá svörin í stafrænan gagnagrunn og gera þau aðgengileg fræðimönnum og öðrum og að svörin séu afrituð í þágu almennings og til rannsókna.

Þjóðminjasafnið hefur safnað heimildum um þjóðhætti með spurningaskrám í meira en hálfa öld. Svörin eru varðveitt í skjalasafni stofnunarinnar og hafa flest þeirra verið slegin inn í rafrænan gagnagrunn.

Íbúðin

Hversu lengi hefur þú búið á Stúdentagörðum?

Hvar bjóst þú áður?

Hvernig er að búa í stúdentaíbúð?

Hve miklum tíma eyðir þú/þið í íbúðinni?

Hvenær er gott að vera þar og hvenær ekki?

Hverjir eru helstu kostir íbúðarinnar? En gallar?

Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að

þér finnst það betra.

Heimilið

Hvað var það fyrsta sem var gert þegar flutt var inn í íbúðina (t.d. þrifið, kveikt á kertum, loftað út,

settar upp gardínur)?

Hvenær varð íbúðin að „heimili“ og hvað var það einkum sem gerði hana að því?

Finnst þér að heimilið segi eitthvað um þig/ykkur eða vera einkennandi fyrir þig/ykkur? Að hvaða

leyti?

Hvað finnst þér vera heimilislegt (t.d. lykt, hljóð, birta/lýsing, tónlist)?

Gerir þú eitthvað til að skapa heimilislega stemmningu? Hvað, ef svo er?

Gerir þú eitthvað til að skapa heimilislega stemmningu? Hvað, ef svo er?

Hvernig er draumaheimilið? Lýstu því hvernig þér finnst að hið fullkomna heimili eigi vera.

Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að

þér finnst það betra.

Nágrannarnir

Hvernig eru samskipti við nágranna? Á fólk mikið/lítið sameiginlegt (t.d. partý, barnapössun,

heimsóknir)?

Hvernig er sameignin notuð?

Leika börnin (ef einhver) sér saman?

Um hvað snúast helstu ágreiningsmálin (t.d. hávaða, umgengni, vonda lykt)?

Reynir þú að kynnast nágrönnum þínum eða heldur þú ákveðinni fjarlægð frá þeim?

Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að

þér finnst það betra.

Ljósmyndun, útlit heimilisins

Í þessum hluta ert þú beðin(n) um að taka ljósmyndir af íbúðinni. Í fyrsta lagi er um að ræða

yfirlitsmyndir af hverju rými fyrir sig (eldhús, stofa, herbergi/alrými, bað) þar sem greina má glugga,

hurðir, húsgögn og innréttingar (5-10 myndir). Í öðru lagi er um að ræða persónulegri nálgun þar

sem þú ert beðin(n) um að taka myndir af hlutum, veggskrauti og húsgögnum sem þér eru

mikilvæg og af uppáhaldsstaðnum þínum í íbúðinni (5-10 myndir).

Þú ert beðin(n) um að merkja myndirnar með tölustöfum og segja frá vali á myndefni og því sem

fyrir augu ber á hverri mynd fyrir sig.

Mynd 1:

Mynd 2:

Mynd 3:

Mynd 4:

Mynd 5:

Mynd 6:

Mynd 7:

Mynd 8:

Mynd 9:

Mynd 10:

Mynd 11:

Mynd 12:

Mynd 13:

Mynd 14:

Mynd 15:

Mynd 16:

Mynd 17:

Mynd 18:

Mynd 19:

Mynd 20:

Hvað hangir á veggjunum?

Hver saumaði gardínurnar?

Hvaðan koma húsgögnin? Eru þau ný eða notuð (t.d. frá nytjamörkuðum, skyldfólki, keypt

sérstaklega fyrir þessa íbúð, voru í fórum þínum áður)?

Eru einhver húsgögn þér kærari eða mikilvægari en önnur? Hvers vegna?

Hvað með skraut og smámuni? Vekja þeir upp einhverjar minningar/sögur? Segðu frá þeim.

Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla, nema þeirri fyrstu, í samfelldu máli og

algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Uppvaxtarheimilið

Segðu frá æsku- og uppvaxtarheimili þínu í grófum dráttum. Hversu margir voru í heimili? Hve stór

var íbúðin eða húsið? Var oft flutt á milli staða? Ef svo er, voru sérstakar ástæður fyrir því?

Að hvaða leyti sækir þú fyrirmyndir til æskuheimilisins í sköpun eigin heimilis? Hvað reynir þú að

forðast að taka til fyrirmyndar? Hvernig aðgreinir þú þitt heimili frá æskuheimilinu?

Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að

þér finnst það betra.

Persónulegar upplýsingar

Viltu að svör þín verði varðveitt ópersónugreinanleg? Ef ekki er tekin afstaða til þessa er litið svo á

að ekki sé óskað nafnleyndar.

Mikilvægt er að fá lágmarks upplýsingar um þá heimildarmenn sem óska nafnleyndar. Þeir sem

þess óska eru vinsamlegast beðnir um greina frá eftirtöldum atriðum:

Kyn:

Aldur:

Starf:

Menntun/í hvaða námi:

Fjölskylduhagir:

Þjóðerni:

Tegund íbúðar: