LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Eurovision-hefðir

ÞMS
Spurningaskrá 2019-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Eurovision-hefðir

Þjóðminjasafn Íslands

Spurningaskrá 126

 

Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir og hátíðahöld sem skilgreina má sem nýlega hefð. Söngvakeppnin hefur sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin ár eftir ár og mikil stemming myndast í kringum hana. Hins vegar hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi hvernig menn gera sér glaðan dag í tilefni af keppninni. Nú óskar Þjóðminjasafnið eftir liðsinni almennings við að bæta úr þessu, en fyrst og fremst er verið að leita eftir frásögnum fólks af eigin reynslu. Spurningaskráin er jafnframt liður í þeirri starfsemi Þjóðminjasafnsins að safna upplýsingum um samtímann.

 

Fyrsta söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin árið 1956 með þátttöku sjö landa. Síðan hefur keppnin orðið vinsælli með hverju árinu sem líður en um 35-40 þjóðir hafa tekið þátt á undanförnum árum. Keppnin hefur verið send beint út á Íslandi frá 1983 en fyrir þann tíma voru sýndar upptökur sem nutu vinsælda. Ísland tók fyrst þátt í Eurovision 1986 og var forkeppni hér heima þegar í upphafi. Söngvakeppnin hefur náð gríðarlegum vinsældum á alþjóðavísu og er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið á Íslandi.

/