LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Loftslagsbreytingar og framtíðin

ÞMS
Spurningaskrá 2018-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Loftslagsbreytingar og framtíðin

Þjóðminjasafn Íslands

Spurningaskrá 125

 

Með þessari spurningaskrá óskar Þjóðminjasafn Íslands eftir liðsinni almennings við að safna upplýsingum um afstöðu fólks til loftslagsbreytinga af mannavöldum, hvaða áhrif þær hafa á líf þess og hvernig það ímyndar sér framtíð með eða án loftslagsbreytinga.

 

Umræður um loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa lengi verið í sviðsljósinu en eins og kunnugt er getur hnattræn hlýnun haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir allt líf á jörðinni, samfélög manna og daglegt líf. Samkvæmt rannsóknum á veðurfari eru loftslagsbreytingar af mannavöldum nú þegar til staðar og meðalhitastig í dag er umtalsvert hærra en fyrir iðnbyltinguna í lok 18. aldar.

 

Spurningaskráin er lögð fyrir á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð en hún er hluti af rannsóknarverkefni með heitinu Framtíðin er núna, tilvist og fyrirmyndir í umræðunni um loftslagsbreytingar. Sjá nánar á https://future.w.uib.no/.  -  Nöfn heimildarmanna birtast ekki.

/