LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBrúða
Ártal1937-1942

StaðurHávallagata 17
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiStefana Gunnlaug Karlsdóttir 1931-
NotandiMargrét Ólafsdóttir 1937-1942

Nánari upplýsingar

Númer2011-30
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð53 cm
EfniBómullarefni, Járn, Pappi, Viður

Lýsing

Brúða, leikfang, frá því um 1940. Brúðan á að vera ung telpa. Höfuð, búkur og útlimir virðast vera úr viðartrefjum. Armar, fótleggir og höfuð hafa verið hreyfanleg og fest með gúmmíteygjum (tengdum í járnkróka), en eru nú laus frá búknum því gúmmíið er löngu orðið stökkt og teygjurnar því í molum. Samsett er brúðan um 53 cm löng. Hún er máluð í húðlit, hár er málað brúnt og varir rauðar. Augun opnast og lokast þegar höfðinu er hallað. Munnurinn er opinn og þar eru tvær framtennur. Brúðan er í upprunalegum fötum: kjól úr bleiku bómullarefni (einhvers konar gasi) með hvítri blúndu og ljósblárri satínslaufu og er með húfu í stíl. Undir kjólnum er hún í hvítri samfellu. Hún er í hvítum sokkum og ljósgulum skóm með pappabotni. Við afhendingu til varðveislu í Þjóðminjasafninu var brúðan í pappakassa sem gæti verið upprunalegar umbúðir, en við skráningu var ákveðið að farga kassanum þar sem hann var í afar bágu ástandi.

Eigandi brúðunnar var Margrét Ólafsdóttir, f. 30. júní 1937, en hún lést úr bráðaberklum 5. nóvember 1942, fimm ára gömul. Hún var dóttir Ólafs Helgasonar læknis (f. 1903, d. 1970) og Kristínar Þorvarðsdóttur (f. 1905, d. 1977), sem voru tengdaforeldrar gefanda. Gefandi og eiginmaður hennar keyptu á sínum tíma hús Ólafs og Kristínar að Hávallagötu 17 í Reykjavík. Þá varð ýmislegt úr búi þeirra hjóna eftir í húsinu, þ.á.m. brúðan, sem var í geymslu hússins.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana