LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiÍþróttabúningur

StaðurBreiðavað
ByggðaheitiEiðaþinghá
Sveitarfélag 1950Eiðahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland

GefandiJóhann Magnússon 1918-2014
NotandiJóhann Magnússon 1918-2014

Nánari upplýsingar

NúmerMA/2013-11
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniLéreft

Lýsing

Hvítar stuttbuxur og hlýrabolur sem er með ásaumuðu merki Ú.Í.A. sem er blár grunnur en stafirnir og röndin út við kantinn er hvorutveggja silfurlitað. Þrír silkiborðar, blár, hvítur og rauður eru saumaðir frá vinstri öxl og niður í hægra horn framan á. Hver borði er u.þ.b. 2 cm á breidd. Buxurnar sem eru við bolinn eru stuttar. Þetta var íþróttabúningur Ú.Í.A., sem stofnað var 1941 og fyrsti keppnisbúningur félagsins var tekin í notkun á Leikfimisýningu á Eiðum árið 1944. Jóhann Magnússon keppti í þessum búningi í nokkur ár á ýmsum mótum. Jóhann varðveitti búninginn vel og gaf hann til safnsins nú í sumar.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.