LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Nicoline Weywadt 1848-1921
MyndefniÍbúðarhús, Kona, Sveitabær, Telpa
Nafn/Nöfn á myndHansína Björnsdóttir 1884-1973, Sophie Brogdoff Weywadt 1826-1902
Ártal1894-1896

StaðurTeigarhorn
ByggðaheitiBerufjörður
Sveitarfélag 1950Búlandshreppur
Núv. sveitarfélagDjúpavogshreppur
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerTh-1
AðalskráMynd
UndirskráTeigarhorn 1 (Th)
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf Gler 18 x 24

Lýsing

Telpan yst til hægri og konan situr framan við húsið.
1 Ljósm. Nicoline Weywadt, um 1895. Teigarhorn í Berufirði. Húsið var byggt 1880-1882 og stendur enn. Smiðir voru Björn Eiríksson, faðir Hansínu ljósmyndara og Lúðvík Jónsson snikkari. Nokkru fyrir aldamót var húsið járnvarið, en það gerði Stefán Sigurðsson smiður og bóndi á Hamri í Hamarsfirði. - Í skúrnum til hægri var ljósmyndastofa Nicoline og Hansínu en hin síðarnefnda a.m.k. framkallaði myndirnar í litlu herbergi á efri hæð í norðurenda. - Konan sem situr er Sophie Weywadt, móðir Nicoline, en telpan yst til hægri er Hansína, síðar ljósmyndari, hinar konurnar óþekktar.

Sýningartexti

1 Ljósm. Nicoline Weywadt, um 1895. Teigarhorn í Berufirði. Húsið var byggt 1880-1882 og stendur enn. Smiðir voru Björn Eiríksson, faðir Hansínu ljósmyndara og Lúðvík Jónsson snikkari. Nokkru fyrir aldamót var húsið járnvarið, en það gerði Stefán Sigurðsson smiður og bóndi á Hamri í Hamarsfirði. - Í skúrnum til hægri var ljósmyndastofa Nicoline og Hansínu en hin síðarnefnda a.m.k. framkallaði myndirnar í litlu herbergi á efri hæð í norðurenda. - Konan sem situr er Sophie Weywadt, móðir Nicoline, en telpan yst til hægri er Hansína, síðar ljósmyndari, hinar konurnar óþekktar.

Heimildir

Inga Lára Baldvinsdóttir og Halldór J. Jónsson: Myndasöfn í Þjóðminjasafni Íslands. Reykjavík 2004.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana