Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
MyndefniHöggmynd, Kirkjugarður, Kristslíkneski, Vetur
Ártal1978

StaðurFossvogskirkjugarður
ByggðaheitiFossvogur
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerRúv2-49-E2_27
AðalskráMynd
UndirskráRíkisútvarpið-Sjónvarp 2 (Rúv2)
GerðLitskyggna - Litskyggna 35 mm
GefandiRíkisútvarpið

Lýsing

Bertil Thorvaldsen-Kriststytta. Kriststytta Bertils Thorvaldsens í Fossvogskirkjugarði. Vetrarmynd, skuggsýnt.

Fyrir utan dyr Fossvogskirkju stendur bronsafsteypa af einni allra vinsælustu höggmynd Thorvaldsens, mynd hans af Kristi upprisnum þar sem hann breiðir út faðminn og sjá má naglaförin á höndum og fótum frelsarans. Thorvaldsen fullgerði verkið árið 1821 og árið 1839 var marmaramynd í yfirstærð komið fyrir sem altarismynd í kór Frúarkirkjunnar í Kaupmannahöfn. Eftirmyndir þessa verks má finna í kirkjum víða um heim og eru þær mismunandi að stærð og efni. Afsteypan í duftreitnum framan við Fossvogskirkju er gjöf Bálfarafélagsins til Kirkjugarða Reykjavíkur árið 1962.

 

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana