LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Guðbjartur V. Ásgeirsson 1889-1965
MyndefniBorð, Bryggja, Fiskur, Fiskvinnsla, Fjall, Karlmaður, Skip, Vélbátur
Nafn/Nöfn á myndGuðmundur Þórðarson GK 75 , Keflvikingur KE 44 ,
Ártal1950

Sveitarfélag 1950Keflavík
Núv. sveitarfélagReykjanesbær
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerGÁ-482
AðalskráMynd
UndirskráGuðbjartur V. Ásgeirsson
Stærð15 x 10
GerðSvart/hvít negatíf - Blaðfilma, Svart/hvít pósitíf
GefandiFiskimálasjóður

Lýsing

Tvær bryggjur. Bátar við þær. Opinn vélbátur við þá sem nær er en hann ber skráningarnúmerið GK 333. Við sömu bryggju er ennfremur dekkbáturinn [G]K 75. Þrír menn við fiskaðgerð, flatningsborð, fiskur. Fjöll í bakgrunni.

GK 75 er GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON, smíðaður í Hafnarfirði 1943, eigendur H.f. Kristinn Árnason og Co. og H.f. Ægir, Gerðum, Garði. (sbr. Íslenzkt Sjómanna-almanak 1949, bls. 305; sama rit 1950, bls. 357-360). Fjær á myndinni er varnargarður en við hann lágu oft skip og bátar. Upp við garðinn nálægt miðju er "BLÖÐRUBÁTUR", en svo kölluðust bátar með þessu sniði og voru smíðaðir í Svíþjóð. 
Talið er að á myndin sjáist stýrishús á Keflvikingi KE 44. Hann brann og ónýttist 1951. (Íslenzkt Sjómanna-almanak 1952, bls. 375).

 


Heimildir

Ágúst Ó. Georgsson vann þessa skrá árin 1987 - 1990. Heimildamaður: Sigurður Ólafsson (03072640)

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana