LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Daníel Benedikt Daníelsson 1866-1937
MyndefniBarn, Bryggja, Fáni, Fiskverkunarhús, Fiskvinnsla, Kona, Vagn
Nafn/Nöfn á myndGeir Thorsteinsson 1890-1967, Þorsteinn Th. Thorsteinsson 1856-1924,
Ártal1900-1902

StaðurKirkjusandur
ByggðaheitiLaugarnes
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-476
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn
Stærð16,5 x 21,5
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf
GefandiPétur Brynjólfsson 1882-1930

Lýsing

Fiskbreiðsla. Konur og börn að störfum. Tveir menn standa hjá. Vagnar og vagnteinar liggja um stakkstæðið og út á bryggju og eru konur að aka vagni niður á hana. Einnig halda konurnar á handbörum. Fiskverkunarhús og blaktir danski fáninn við hún. Yfirbreiddur fiskur í stæðum. Bær fjær. Fjöll. Hér má þekkja Th. Thorsteinson útgerðarmann lengst t.v. og son hans Geir með derhúfu og í röndóttum bol. Tímasetning byggir á aldri Geirs sem er fæddur 1890 og er hér 10-12 ára.

Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar, bls. 72/mynd 46:
  Fiskverkun á Kirkjusandi fyrir aldamótin. Fiskbreiðurnar eru miklar og fiskurinn vænn og fallegur. Lengst til vinstri stendur Th. Thorsteinsson, sem átti stöðina. Konur virðast nær einvörðungu hafa unnið við breiðsluna og fremstir sjást nokkrir drengir, sem hjálpað hafa til. Vagnar á teinum, eins og sá sem sést á miðri mynd, voru notaðir til að flytja fiskinn á reitinn og af honum. - Húsið fjærst til vinstri er Laugarnes, en holdsveikraspítalinn er greinilega enn ekki risinn, byggður 1898.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 21.3.2011)


Heimildir

Þór Magnússon. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík, 1976..

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana