LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Sigfús Eymundsson 1837-1911
MyndefniIðnaðarmaður, Kona, Timburhús
Nafn/Nöfn á myndSigríður Einarsdóttir Magnússon 1831-1915
Ártal1885

StaðurMjóstræti 3
ByggðaheitiGrjótaþorp
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-428
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn (Lpr)
Stærð16,5 x 21,5
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf Gler
GefandiPétur Brynjólfsson 1881-1930

Lýsing

Timburhús á þrem hæðum með steinhlöðnum kjallara. Sex menn líklega iðnaðarmenn standa á tröppum hússins, sem er nýreist sbr. timbur ofl. við húsið og ekki enn tekið í notkun. 2 konur eru við glugga á neðri hæð hússins. Sér í nærliggjandi hús og út á sjó. Einnig í rennu, standlukt ofl.

Ljósmyndir Sigfúfar Eymundssonar, bls. 48-50/mynd 29:
  Vinaminni við Mjóstræti, nýreist, 1885. Sigríður Magnússon, kona Eiríks Magnússonar meistara í Cambridge, lét reisa húsið fyrir gjafafé auðugra Englendinga til stofnunar nýs kvennaskóla. skólinn starfaði þó aðeins einn vetur, en síðar var Iðnskólinn þar til húsa fyrsta vetur sinn, 1904-1905. Þetta hús stendur enn og var um langt árabil eitt stærsta húsið í Grjótaþorpinu.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 17.3.2011)


Heimildir

Þór Magnússon. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík, 1976.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana