Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Daníel Benedikt Daníelsson 1866-1937
MyndefniBátur, Karlmaður, Timburhús, Verslun
Ártal1895

StaðurHafnarstræti 8
ByggðaheitiKvosin
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-415
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn (Lpr)
Stærð15,5 x 21,5
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf Gler
GefandiPétur Brynjólfsson 1881-1930

Lýsing

Timburhús með skífuþaki, sem á er skilti með áletruninni: VERSLUNIN EDINBORG, í gluggum sér í verslunarvörur: Enos Frout salad, mixed drops brjóstsykur, mixed picles, Falconbrand Lobster, nautakjöt og súpur. 5 karlmenn standa fyrir framan verslunina. Bátur á hvolfi í forgrunni. Ásgeir Sigurðsson kónsúll fyrir miðju og tveir menn til beggja handa. Húsið sem sér í gaflinn á t.v. er Nordborgarhús, byggt 1792.

Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar, bls. 38-42/mynd 24:
  Verzlunin Edinborg við Hafnarstræti 8, sem stofnuð var 1895 í hinum gömlu verzlunarhúsum Knudtzons, sem síðar voru stækkuð. Þau brunnu 1915. [?] Stofnendur verzlunarinnar voru Bretarnir Copland og Berry, en aðalframkvæmdastjóri Ásgeir Sigurðsson konsúll.
  Hafnarstræti var þá fremst á sjávarkambinum og engin byggð að kalla sjávar megin, en þar voru bátar og skútur sett upp.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 16.3.2011)


Heimildir

Þór Magnússon. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík 1976.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana