Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Bertel Thorvaldsen 1770-1844, Sigfús Eymundsson 1837-1911
MyndefniSkírnarfontur
Ártal1882-1900

StaðurDómkirkjan
Annað staðarheitiKirkjustræti 16
ByggðaheitiKvosin
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-1331-a
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn (Lpr)
Stærð6 x 9
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf Gler
GefandiÚr fórum safnsins

Lýsing

4 myndir af skírnarfonti Thorvaldsens í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Skírnarfonturinn í Dómkirkjunni í Reykjavík er líklega þekktasta verk Thorvaldsens á Íslandi. Skírnarfontinn gaf Bertel Thorvaldsen ættlandi sínu, Íslandi, árið 1827 eins og áletrun á bakhlið hans segir til um. Var fontinum komið fyrir í Dómkirkjunni árið 1839 og má telja hann merkasta grip kirkjunnar. Fonturinn er ferstrendur stöpull úr hvítum marmara með upphleyptum myndum á öllum hliðum og þéttum blómsveig um skírnarskálina. Á framhlið hans má sjá Jóhannes skíra Jesú í ánni Jórdan, á norðurhlið eru sömu persónur á barnsaldri með Maríu guðsmóður og á suðurhlið er Jesús að blessa börnin. Á bakhliðinni eru þrír englar ásamt áletrun. Sambærilega, en eldri, skírnarfonta úr marmara er einnig að finna í Hallarkirkjunni í Brahe-Trolleborg á Fjóni og Heilagsandakirkjunni á Strikinu í Kaupmannahöfn.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana