LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Nicoline Weywadt 1848-1921
MyndefniHús, Sýslumaður
Nafn/Nöfn á myndÁsgrímur Johnsen 1877-1905, Ásmundur Jónsson Johnsen 1885-, Guðrún Johnsen 1880-1973, Hallgrímur Johnsen 1881-1890, Jón Ásmundsson Johnsen 1843-1895, Sigurður Jónsson Johnsen 1878-1970, Þuríður Hallgrímsdóttir Johnsen 1844-1932,
Ártal1890

StaðurLambeyri
Annað staðarheitiStrandgata 47
ByggðaheitiEskifjörður
Sveitarfélag 1950Eskifjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagFjarðabyggð
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerTh-62
AðalskráMynd
UndirskráTeigarhorn 1
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf 18 x 24

Lýsing

Sýslumannshúsið um 1890.
62. Ljósmynd Nicoline Weywadt, um 1890.
Frá Eskifirði. Lambeyri (Sýslumannshúsið), byggt 1875, rifið fyrir nokkrum árum. T.v. við Lambeyri er Larsenshús (Gamla-Pósthús), sem stendur enn mikið breytt; kennt við Mons Larsen, norskan síldveiðimann.  Milli húsanna sést hvítur gafl Tukthússins (Fangahússins) sem byggt var 1874, rifið 1942. Fyrir framan húsið er Jón Johnsen Ásmundsson sýslumaður, kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir og 4 af 5 börnum þeirra en þau voru: Ásgrímur (f. 1877), Sigurður (f. 1878), Guðrún (f. 1880), Hallgrímur (f. 1881) og Ásmundur (f. 1885). Gömlu mennirnir tveir eru ónafngreindir.

„Lambeyrin, eða Landsbankinn eins og það var kallað síðust 50 árin eða svo sem það stóð var rifið um 1970 er nýtt útibúshús Landsbankans var tekið í notkun. Þarna var útibú Landsbankans á Austurlandi frá 1918 til 1968. Nú þegar 100 ár eru að líða frá því bankastarfssemi hófst í húsinu, er sennilega nokkuð vægt til orða tekið að húsið hafi verið riifið nýlega. Það er nærri hálf öld frá því það hvarf. Ekki er lengur útíbú Landsbanka á lóðinni en „nýji bankinn“ er nú Hótel Eskifjörður. Gróðursæll reitur bakvið Hótel Eskifjörð er trjágróður sem óx upp umhefis Lambeyri meðan hún var og hét.“ (EB 2017)

 


Sýningartexti

62. Ljósmynd Nicoline Weywadt, um 1890.
Frá Eskifirði. Lambeyri (Sýslumannshúsið), byggt 1875, rifið fyrir nokkrum árum.  T.v. við Lambeyri er Larsenshús (Gamla-Pósthús), sem stendur enn mikið breytt; kennt við Mons Larsen, norskan síldveiðimann.  Milli húsanna sést hvítur gafl Tukthússins (Fangahússins) sem byggt var 1874, rifið 1942.  Fyrir framan húsið er Jón Johnsen Ásmundsson sýslumaður, kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir og 4 af 5 börnum þeirra en þau voru:  Ásgrímur (f. 1877), Sigurður (f. 1878), Guðrún (f. 1880), Hallgrímur (f. 1881) og Ásmundur (f. 1885). Gömlu mennirnir tveir eru ónafngreindir.


Heimildir

Inga Lára Baldvinsdóttir og Halldór J. Jónsson: Myndasöfn í Þjóðminjasafni Íslands. Reykjavík 2004.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana