Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.André Petitjean
MyndefniHús, Stytta
Ártal1893

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-3517
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn (Lpr)
Stærð17 x 12,5
GerðSvart/hvít pósitíf - Annars konar pósitíf
GefandiAmy Engilberts

Lýsing

Styttan af Thorvaldsen á Austurvelli. Frönsku húsin við Aðalstræti í baksýn.

Fyrsta útilistaverkið sem reist var í Reykjavík er bronsafsteypan af sjálfsmynd Thorvaldsens sem var afhjúpuð með mikilli viðhöfn á Austurvelli í Reykjavík á afmælisdegi listamannsins, 19. nóvember árið 1875. Var verkið gjöf borgarstjórnar Kaupmannahafnar til íslensku þjóðarinnar í tilefni þúsund ára byggðar hér á landi árið 1874. Réðu ættartengsl valinu á gjöfinni og þótti Íslendingum mikið til þess koma að eignast verk eftir þennan fræga listamann sem var af íslensku bergi brotinn. Verkið vann Thorvaldsen í Danmörku að áeggjan Stampe barónsfrúar, en að sögn var það honum þvert um geð að móta sjálfsmynd. Í verkinu sjáum við myndhöggvarann við vinnu sína með hamar og meitil í hönd. Virðist hann hafa tekið sér hvíld frá störfum og hallar sér upp að mynd sinni af Vonargyðjunni.

Árið 1931 varð sjálfsmynd Thorvaldsens að víkja af Austurvelli fyrir styttunni af Jóni Sigurðssyni, eftir Einar Jónson, og var hún þá flutt í Hljómskálagarðinn þar sem myndhöggvarinn horfir af sínum háa stalli út yfir Tjörnina.  Sjálfsmynd Thorvaldsens með Vonargyðjunni er einnig að finna í Central Park í New York og í íbúð myndhöggvarans Einars Jónssonar, á efstu hæð Listasafns Einars Jónssonar, má sjá þessa mynd sem rúmlega 30 cm háa gifsmynd.

 


Heimildir

Æsa Sigurjónsdóttir: Ísland í sjónmáli. Reykjavík 2000.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana