LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurFinnur Jónsson 1892-1993
VerkheitiÖrlagateningurinn
Ártal1925

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð45 x 45 cm
EfnisinntakAbstrakt

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-4784
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Gjöf Finns Jónssonar og Guðnýjar Elísdóttur

EfniGull, Olíulitur, Strigi
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturListasafn Íslands , Myndstef

Merking gefanda

Gjöf listamannsins og Guðnýjar Elísdóttur konu hans 1985.


Sýningartexti

Finnur Jónsson nam ungur teikningu, síðan gullsmíði, og að lokum málaralist í einkaskóla hjá Viggo Brandt og síðar Olaf Rude í Kaupmannahöfn. Finnur hélt til Þýskalands árið 1921, til Berlínar í upphafi en síðan til Dresden. Þar stundaði hann nám til 1925 en á þessum árum var Dresden leiðandi borg í menningarlífi Þýskalands og einn helsti vettvangur framúrstefnu í myndlist. Í upphafi nam Finnur við útlendingadeild Fagurlistaskólans þar sem Oskar Kokoschka, einn helsti expressjónisti þessa tíma, var meðal kennara hans. Finnur var síðar nemandi við einkaskólann Der Weg. Kúbismi, expressjónismi, súprematismi Kazimirs Malevich og konstrúktívismi voru meðal nýjunga á þriðja áratugnum og Finnur málaði nokkur verk með sterkum vísunum til þessara strauma og stefna, og Örlagateningurinner eitt þeirra. Kúbísk áhrif eru augljós í uppbrotinni myndbyggingu og myndrýminu sem svo sterklega markast af skálínum. Hugmyndir konstrúktívista og súprematista, sem fram komu í skrifum þeirra Wassilys Kandinsky og Malevich um geómetrísk form í myndheimi er vísar jafnt til hlutveruleikans og handanheims, eru einnig sýnilegar. Yfir verkinu öllu hvílir óútskýrð dulúð. Í Þýskalandi voru nokkur verk eftir Finn sýnd á farandsýningu Der Sturm, útgáfufyrirtækis og sýningarhaldara sem sýndi list framúrstefnunnar, og þótti það mikill heiður fyrir ungan listamann. Sá heiður náði þó ekki yfir hafið til Íslands. Árið 1925 sýndi Finnur afrakstur Þýskalandsáranna á Íslandi, þar á meðal nokkur hálfabstrakt verk. Sýningin vakti athygli og seldust mörg fígúratív verk en ekkert hinna. Eftir það tóku fígúratívu verkin yfirhöndina og málaði Finnur síðan fígúratív verk með góðum árangri í áratugi, landslag og myndir af sjómönnum og sjávarlandslagi, en tók aftur upp þráðinn í abstraktmálverkum á sjöunda áratugnum. Um svipað leyti hlutu hin einstöku abstraktverk Finns frá upphafi ferils hans athygli á alþjóðavettvangi og þykir merkasta framlag hans til íslenskrar myndlistar felast í þessum framúrstefnulegu verkum frá þriðja áratugnum. Finnur Jónsson og kona hans Guðný Elísdóttir ánöfnuðu allar eigur sínar Listasafni Íslands

 


Heimildir

130 verk úr safneign Listasafns Íslands, Listasafn Íslands 2019.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.