Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurGunnlaugur Scheving 1904-1972
VerkheitiSumarnótt
Ártal1959

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð125 x 170 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakKona, Kýr, Stúlka

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-1168
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturListasafn Íslands , Myndstef

Sýningartexti

Þungamiðjan í verkum Gunnlaugs Scheving er iðulega alþýðufólk sem vísar til altækra viðmiða óháð stað og stund. Hann er ekki að upphefja fólkið á hetjufullan hátt heldur tákngerir hann manngerðir úr íslenskri alþýðumenningu og gefur þeim algilda merkingu óháð þjóðerni og hnattstöðu og vekur þannig samkennd og veitir innsýn í líf og störf alþýðunnar. Verkin eru ekki bara hylling þessa alþýðufólks, þau sýna okkur einnig í hnotskurn sjálfsmynd þeirrar kynslóðar sem lifði millistríðsárin á Íslandi og lagði drjúgan skerf til þess að færa Ísland inn í nútímann. Í verkinu Sumarnótt, sem er eitt þekktasta verk Gunnlaugs, beinir hann athyglinni að bjartri sumarnótt á Suðurlandi þar sem værð færist yfir menn og dýr á meðan gróðurinn vex allan sólarhringinn. Listamaðurinn beinir hér athyglinni sérstaklega að tengslum kýrinnar og konunnar og milli þeirra er barnið með blóm í hönd sem leiðir hugann að myndum af Jesúbarninu. Hér er hin heilaga þrenning hinnar íslensku sumarnætur.

 

At the center of Gunnlaugur Scheving´s work we frequently find common people who reference universal values, independent of place and time. He refrains from placing these people on a heroic pedestal, but exemplifies archetypes from Icelandic popular culture and endows them with universal meaning, irrespective of nationality or geographical position. In this way, he awakens our empathy while providing insight into the life and labour of working people. The works are not merely a hymn to these common people, they also portray in a nutshell the self-identity of the interwar generation in Iceland which made a significant contribution to bringing the country into the modern world. In the work Summer Night, one of Gunnlaugur´s best known works, he fastens his gaze on a bright summer night in the South, stillness spreading among men and animals while plants keeps growing around the clock. Here the artist turns his attention specifically to the connection between the cow and the woman, and betwen them the child, carrying a flower in its hand, which evokes images of the child Jesus. Here we have the holy trinity of an Icelandic summer night.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.