Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÓlafur Lárusson 1951-2014
VerkheitiEf þú kveikir á þessari eldspýtu þá brennir þú úr mér augað
Ártal1974

GreinSamklipp
Stærð43 x 33 cm
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerN-462
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPappír

Lýsing

Svarthvít ljósmynd, límd á pappír og pappi utan um. Portrettmynd af listamanni, myndina er límd ein eldspýta, límd með glæru límbandi, hefur verið kveikt á henni - för eftir eld á ljósmyndinni. Eldspýtan er staðsett við vinstra auga listamannsins. Líklegt er að ljósmyndin hafi allavega verið sviðin meðan hún stóð lóðrétt. Fyrir neðan ljósmyndina er titill verksins ritaður með vélritunarvél. Áritun og stimpill með dagsetningu.

Þetta aðfang er í Nýlistasafninu í Reykjavík. Safnkostur safnsins telur um 2.000 verk, þar af um 700 bókverk. Heimildasöfn safnsins eru þrjú; Heimildasafn um gjörninga, Heimildasafn um listamannarekin rými og frumkvæði listamanna og skjalasafn um Nýlistasafnið sem Borgarskjalasafnið tók til varðveislu. Unnið er nú að skráningu allra verka í Sarp og er markmiðið að heimildasöfnin verði þar einnig aðgengileg. archive@nylo.is


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.