LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÓlafur Lárusson 1951-2014
VerkheitiÉg límdi saman 1100 ár íslandsbyggðar saman með útlendu límbandi
Ártal1974

GreinSamklipp
Stærð43 x 33 cm
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerN-461
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPappír

Lýsing

Pappír og pappi, límt saman með málingarlímband á papparamma sem er utan um verkið. Á pappírnum stendur með stórum stöfum: 'Árið 874' en ofan á það er lagður annar hvítur pappírsbútur, límdur á með límbandi. Á þeim bút stendur einnig 'Árið 874' en textinn snýr að hinum textanum svo áhorfandi sér aðeins dauflega hvað stendur á pappírsbútunum tveimur. Neðarlega á pappírsbútnum sem snýr að áhorfanda er titill verksins skrifaður með vélritunarvél. Titillinn er til að byrja með skrifaður 2 og 1/2 sinnum, bæði með svörtu og rauðu en síðan hulið með svörtum og rauðum X-um. Þar fyrir neðan er titillinn ritaður með svörtu, Þar fyrir neðan er blátt fingrafar og stimpill með dagsetningu (28. marz 1974).

Þetta aðfang er í Nýlistasafninu í Reykjavík. Safnkostur safnsins telur um 2.000 verk, þar af um 700 bókverk. Heimildasöfn safnsins eru þrjú; Heimildasafn um gjörninga, Heimildasafn um listamannarekin rými og frumkvæði listamanna og skjalasafn um Nýlistasafnið sem Borgarskjalasafnið tók til varðveislu. Unnið er nú að skráningu allra verka í Sarp og er markmiðið að heimildasöfnin verði þar einnig aðgengileg. archive@nylo.is


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.