Titill
Kirkjuból og Búðir
Heimildarmaður: Jón Bjarnason,
fæddur 1885 á Þorvaldsstöðum í Breiðdal; flutti að Búðum 1900. Stefán Einarsson
skráði.
Landamerki Geststaða og Kirkjubóls
eru í
Kamb (1) ytra megin í
Hoffellsgjá (2) og niður við
Höfðahornið (3) og svo suður á
Nesið (4) (
Kirkjubólsnes
(5)). Landamerki milli Tungu og Kirkjubóls: Kirkjuból átti hálft
Árfall
(6), sem var eyri í ánni eða hólmi. Tunga átti hálft.
Engi er uppi undir
Hoffelli
(7), sem heitir
Mýrdalur (8), hálfur Geststöðum, hálfur Kirkjubóli.
Fyrir utan Hoffell heitir
Hoffellsdalur (9). Þar fyrir utan heitir
fjall
Þverfell (10). Niður úr því eru balar, kallaðir
Kast(
h)
ólsbalar
(11). Þá er komið út að landamerkjum Búða.
Stekkalækur (12) Björn Daníelsson
heldur það réttara.
er landamerki milli Búða
og Kirkjubóls.
Kirkjubólsá (13) kemur úr Hoffellsdal.
Grundará
(14) kemur ofan frá
Guðrúnarskörðum (15) tveim.
Breiðdalsskarð
(16) er upp af
Búðafelli (17) og Þverfelli. Búðir eiga land að Grundará
fyrir ofan
Brún (18), svo út Brún og niður með Stekkalæk og suður
í ósinn á
Leirunum (19) og hálft
Heimarifið (20) við fjarðarbotninn.
Stekkalækur kemur ofan í
Krókinn (21) (
Krókana (22) (B.D.))
Grímseyri (23) heitir fyrir
innan kirkjugarð. Upp af
Stekk (24) er
Fénaðarhryggur (25);
út frá honum er
Grenishjalli (26). Út frá honum er
Dýjahjalli
(27), en fyrir neðan hann er
Engihjalli (28); heyjað var á öllum
hjöllum. Í
Búðaheiði (29) Í hdr. Búðar-.
, fyrir ofan hjallana, og út af
henni, eru
Hábotnamelar (30). Upp af henni eru
Kvosir (31),
liggja til Guðrúnarskarða. Upp af þeim [Hábotnamelum] er
Eggin (32),
sem liggur inn til Búðafells Í hdr. Búðar-.
og þar þvert fyrir Gilsárdal.
Hann tilheyrir Kappeyri, en landamerki eru á Egginni. Merki milli Búða
og Kappeyrar er foss í
Merkigilslæk (33) í Engihjallabrún, lækurinn
ræður merkjum niður í sjó, en síðan er stefna úr
Fossi (34) og í
hnúk á Hábotnamelum.
Hermannskofalækur (35) er
fyrir utan Stekkinn.
Hermannskofi (36) var rétt innan við lækinn;
þar bjó karl. Á Stekknum var stekkað.
Hesthústún (37) hét fyrir
innan og ofan bæ á Búðum.
Bæjarlækur (38) hét
Búðalækur (39),
Smiðjuhóll (40) hét fyrir utan hann. Þar fyrir utan var
Steinholtslækur
(41) og
Steinholt (42), húsið, sem þar var á Búðatúni.
Naust
(43) (
Búðanaust (44)) hétu fyrir neðan Steinholt; þar voru fiskihjallar
og uppsátur báta. Þar rétt fyrir ofan var blettur, kallaður
Gullbringa
(45). Það var yzti blettur í túninu. Þar fyrir utan var
Sjólyst
(46); þar bjó Sigbjörn Þorvarðarson frá Búðum.
Lækir fyrir utan Búðir:
Rústarlækur
(47) kemur úr
Torfugili (48), stundum kallaður
Nýjabæjarlækur
(49).
Álfamelur (50) er fyrir utan Rústarlæk (en Ás nú neðst í honum);
þar stendur nú kirkjan. Fyrir neðan hana var
Álfamelsvík (51) og
Skútuklöpp (52) innan og ofan við víkina. Þar voru oft haldnar álfabrennur.
Álfamelslækur (53) var fyrir utan Álfamel (löngu fyrir byggð í þorpi).
Geirmundur bjó utan við
Geirmundarlæk (54), sem nú heitir
Skólalækur
(55).
Baldurshagalækur (56) er innan við
Baldurshaga (57).
Svo er
Sunnuhvolslækur (58) fyrir innan
Sunnuhvol (59), svo
er lækur fyrir innan læknishús (
Læknishúslækur (60)), en
Merkilækur
(61) er fyrir utan spítala, nú kallaður
Spítalalækur (62).
Álfabrennur voru haldnar á Álfamel
frá því fyrir aldamót. Þær voru haldnar um þrettándaleytið ár hvert.
Stafrófsskrá örnefna
Álfamelslækur 53
Álfamelsvík 51
Álfamelur 50
Árfall 6
Baldurshagalækur 56
Baldurshagi 57
Breiðdalsskarð 16
Brún 18
Búðafell 17
Búðalækur 39 = 38
Búðanaust 44 = 43
Búðaheiði 29
Bæjarlækur 38 = 39
Dýjahjalli 27
Egg(in) 32
Engihjalli 28
Fénaðarhryggur 25
Foss 34
Geirmundarlækur 54 = 55
Grenishjalli 26
Grímseyri 23
Grundará 14
Guðrúnarskörð 15
Gullbringa 45
Hábotnamelar 30
Heimarif 20
Hermannskofalækur 35
Hermannskofi 36
Hesthústún 37
Hoffell 7
Hoffellsdalur 9
Hoffellsgjá 2
Höfðahorn 3
Kambur 1
Kasthólsbalar 11
Kirkjubólsá 13
Kirkjubólsnes 5 = 4
Krókar 22 = 21
Krókur 21 = 22
Kvosir 31
Leirur 19
Læknishúslækur 60
Merkigilslækur 33
Merkilækur 61 = 62
Mýrdalur 8
Naust 43 = 44
Nes(ið) 4 = 5
Nýjabæjarlækur 49 = 47
Rústarlækur 47 = 49
Sjólyst 46
Skólalækur 55 = 54
Skútuklöpp 52
Smiðjuhóll 40
Spítalalækur 62 = 61
Steinholt 42
Steinholtslækur 41
Stekkalækur 12
Stekkur 24
Sunnuhvoll 59
Sunnuhvolslækur 58
Torfugil 48
Þverfell 10