Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurBertel Thorvaldsen 1770-1844
VerkheitiGanýmedes
Ártal1804

GreinSkúlptúr - Steinskúlptúrar
Stærð135 cm
Eintak/Upplag3/3
EfnisinntakGoðafræði, Kanna, Maður, Skál

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-7016
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniMarmari

Merking gefanda

Gjöf frá Johan Hansen aðalræðismanni í Kaupmannahöfn.


Lýsing

Ganymedes var konungssonur frá Tróju og var allra manna fríðastur. Júpíter sendi því örn sinn til að ræna honum og færa hann guðunum á Ólympos þar sem hann ásamt Hebu skyldi skenkja þeim ódáinsvín. Veturinn 1802-4 pantaði Irina Vorontsov, rússnesk greifafrú, fimm höggmyndir hjá Thorvaldsen og skyldi efni þeirra vera úr grísku goðafræðinni, m.a. úr sögunni um Ganymedes. Í fyrri gerð myndarinnar af Ganymedes stóð örninn við vinstri fót hans, en í seinni gerðum úr marmara eins og þeim sem eru í Thorvaldsensafni (keypt þangað 1920 frá Englandi) og í Listasafni Íslands er erninum sleppt. Það eintak sem er í eigu Listasafns Íslands stóð ófullgert í vinnustofu Thorvaldsens þegar hann lést, en síðar var lokið við að höggva myndina í marmara fyrir safn hans. Árið 1922 var verkið selt Johan Hansen aðalræðismanni sem gaf það íslenska ríkinu árið 1927. (B.J. Bertel Thorvaldsen 1770-1844. Sýning á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. 1982). 


Heimildir

Matthías Þórðarson, "Ganymedes", Eimreiðin ; 1928; 34 (1): s. 87-91.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.