LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurGerla 1951-
VerkheitiKvöld í París
Ártal1981

GreinSkúlptúr - Tréskúlptúrar
Eintak/Upplag1/1

Nánari upplýsingar

NúmerN-306
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá


Lýsing

Borðbúnaður í kassi úr vínrauðu flauelsigarni - hálfgerð hulstur, 10 einingar:tvö glös, tveir diskar, sitthvort hnífaparasettið, gaffall, hnífur og skeið.Vínrautt/brúnt fínt ofið flauel með drapplituðum grófum ullarþráðum ofnum inn á milli flauelsins.Frá listamanni: "[...] Það heitir Kvöldverður í París og er 2 diskar, gaflar, hnífar, skeiðar og glös.Utanum hvern hlut er ofið kassi úr vínrauðu flauelsigarni - þannig að þetta er eins og litlir pakkar af mismunandi stærðum - lagt á borð fyrir tvær manneskjur. Borðið, kringlótt, á að vera með damaskdúk og við borðið tveir stólar. Á hverjum vínrauðu pakkanna er rifa c.a. 6 cm löng- sá sem skoðar verkið má stinga fingunum inn í rifuna og rannsaka þannig innihaldið. Í þessu er dálítið erótískur tónn ".

Þetta aðfang er í Nýlistasafninu í Reykjavík. Safnkostur safnsins telur um 2.000 verk, þar af um 700 bókverk. Heimildasöfn safnsins eru þrjú; Heimildasafn um gjörninga, Heimildasafn um listamannarekin rými og frumkvæði listamanna og skjalasafn um Nýlistasafnið sem Borgarskjalasafnið tók til varðveislu. Unnið er nú að skráningu allra verka í Sarp og er markmiðið að heimildasöfnin verði þar einnig aðgengileg. archive@nylo.is


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.