Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HlutverkBústaður
TegundSteinbær
Ártal1871

StaðurHlíðarhús
Annað staðarheitiNýlendugata
ByggðaheitiGrófin, Vesturbær
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer181283-43
AðalskráFornleifar
UndirskráAlmenn fornleifaskrá
Lengd/Breidd7,6 x 6,5 m
SérheitiNýlenda


Staðhættir

Á korti Benedikts Gröndals frá 1887 er merktur inn bær 20 m vestan við Brunnstíg, stærð 7,6x6,5 m. Nú er þar lóðin Nýlendugata 29. Húsaskrá Reykjavíkur: „Gísli Jónsson tómthúsmaður fékk í desember 1871 útmælda lóð fyrir bæjarstæði „austan við lóð Björns Pálssonar“ (Litla-Völl). Lóðin var staðsett rétt vestan við Brunnstíg, slóða sem náði frá Vesturgötu niður að bænum Bakka við sjóinn, og mun í fyrstu hafa talist til Brunnstígs. Þarna virðist Gísli fyrst hafa byggt torfbæ sem kallaður var Nýlenda. Í manntali 1872 voru Gísli og Katrín Magnúsdóttir kona hans skráð til heimilis að Nýlendu ásamt dóttur sinni Guðríði Kristjönu og vinnukonu. Á korti Sveins Sveinssonar frá 1876 er þó ekki merktur inn bær á þessum stað. Svo virðist sem annar bær nefndur Nýlenda hafi verið í Reykjavík á þessum tíma og er hans getið í manntölum svo snemma sem 1797. Þar bjuggu samkvæmt manntölum 1855-1870 Þorsteinn Þorsteinsson tómthúsmaður og fjölskylda, en 1890 og 1901 Ásbjörn Jónsson og fjölskylda. Ekki er ljóst hvar þessi bær hefur staðið. Árið 1878 fékk Gísli viðbót við lóð sína til norðurs og 1879 fékk hann leyfi til að byggja á henni skúr og 1880 leyfi fyrir hjalli (sjá 3-113). Árið 1883 var virtur bær „með steinveggjum og timburgöflum“ sem Gísli (þá kallaður Hans Gísli Jónsson) var þá að byggja á lóð sinni (sem þá er skráð í „Hlíðarhúsalandi“). Í virðingunni virðist standa að bærinn sé með „torfþaki á skarsúð“ [?]. Í honum var eitt herbergi. Bærinn er sýndur á korti Benedikts Gröndals af Reykjavík frá 1887. Árið 1892 fékk Gísli lóðarauka sunnan við lóð sína og 1895 fékk hann enn lóðarviðbót, ræmu meðfram Brunnstíg. Á korti danska herforingjaráðsins af Reykjavík árið 1902 sést að lóðin austan Nýlendu, næst Brunnstíg, er þá óbyggð, en á lóðinni vestan Nýlendu stendur bær og er það bærinn sem kallaður var Litli-Völlur (Nýlendugata 31). Árið 1929 var samþykkt að skipta suðurhluta Nýlendulóðarinnar í tvær byggingarlóðir. Þá var áformað að byggja á suðausturhluta lóðarinnar. Þar reis síðan, fast við austurgafl gamla bæjarins, þrílyft hús úr steinsteypu með íbúð á hverri hæð og var það fullbyggt árið 1936 (Nýlendugata 29). Þangað munu þær Guðríður dóttir þeirra hjóna og Oddbjörg vinnukona þeirra hafa flutt og eftir það var gamli bærinn leigður út. Þar eru skráðir aðrir íbúar í manntali 1930. Árið 1972 gáfu hjónin Ásbjörn Jónsson og Kristrún V. Jónsdóttir húsið og var það flutt í Árbæjarsafn í febrúar 1973 og endurbyggt þar.“


Lýsing

Horfið. Nýlenda - Nýlendugata 31, flutt á Árbæjarsafn.


Heimildir

Kort Svein Sveinsson 1987.
Samsett kort, Hlíðarhús, Anna Lísa Guðmundsdóttir, 2003. Árbæjarasafn.

Þetta aðfang er í Borgarsögusafni Reykjavíkur. Safnið varðveitir um 29.000 lausa muni, um 6 milljónir ljósmynda og um 4000 muni sem tengjast sjósókn auk safnhúsa í Árbæjarsafni. Flutningur gagna úr eldri grunnum er vel á veg kominn. Hins vegar á eftir að taka ljósmyndir af stórum hluta safnkostsins. Á fornleifaskrá eru 2500 fornleifar og 20.000 jarðfundnir gripir og í húsaskrá Reykjavíkur eru skráð um 6500 mannvirki.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.