56 Lifnaðarhættir í þéttbýli V. Dagamunur og félagslíf
Nr. 7655
p1
Heimildarmaður: Jóhannes
Stefánsson FD: 09 03 1913 Svörin miðast við Neskaupsstað, S-Múl.
Skírn. 1.
Yfirleitt í heimahúsum. Í skírnarkjól. Man ekki eftir guðföður eða
guðmóður. Nánustu ættingjar voru í skírnarveislu. Gefnar smágjafir. 2.
Andúð á kirkjunni. Það var yfirleitt litið hornauga af flestum.
Afmælisdagar. 1.
Það var alltaf haldið upp á afmæli minna systkina. Ekki alltaf boðið
en stundum nánum ættingjum og leikfélögum. Í 10 ára afmæli mínu var boðið
7 jafnöldrum mínum og er mér það afmæli sérstaklega minnisstætt. Kakó og
bakningur. Litlar gjafir. 2. Varla fyrr en fólk var orðið fimmtugt.
Annars lítið um tilstand hjá almenningi vegna stórafmæla fullorðins fólks.
Ferming. 1.
Gengið til spurninga hjá prestinum í kirkjunni. Hlýtt yfir kverið og sálma.
Teknir upp við altarið við ferminguna í þessum fræðum. Það var mesta fjör
í kirkjunni áður en presturinn kom. Strákar stéu í stólinn og sumir ???
sér á járnslánni sem hélt saman veggjum kirkjunnar. Aðrir stóðu vakt úti
p2
til að láta vita
þegar séra Jón kom, virðulegur með kúluhatt í lafafrakka með silfursleginn
göngustaf. Mér fannst fermingarundirbúningur og ferming skemmtilegur tími.
Strákar í blússufötum og stuttbuxum, stelpur í hvítum
kjólum. Fermingarveislur ekki matarveislur, súkkulaði og bakkelsi. Gefnir
gullpeningar, dúnsængur og þarflegir hlutir m.a. vasaúr. Fermingarskeyti
mjög vel skrautrituð af Vald. V. Snævarr og Inga T. Lárussyni þegar ég
fermdist. 2. Mikill munur á öllu tilstandi. Meira um gjafir, fjölmennari
veislur og mataveislur. Fínni föt. 3. Af svipuðum ástæðum og með
skírn. 4. Maður tekinn í fullorðins tölu og jafnvel eins og 16 ára
núna. Stundum hærra kaup og mátti sækja samkomur fullorðinna.
Próf. 1. Nei,
það var engin tilbreyting þá.
Trúlofun. 1.
Það var oft upp á tyllidaga. Fólk var oft búið að vera lengi saman áður
en hringar voru settir upp. Já. Tekið var mál af fingrum með bandspotta,
það sent gullsmið með mestu leynd þar sem þeir
p3
störfuðu. Alltaf
úr gulli. Oft valinn afmælisdagur og t.d. við fermingu eða á hátíðsdögum.
Engin samkvæmi. 2. Er okkur ókunnugt. 3. Já fyrrum lengri
og þá kynntist það betur. 4. Sumir biðu í eitt ár allt upp í 5 ár.
Já trúlofun var látin gilda alla æfi en oft gifti fólk sig á gamals aldri.
5. Aldrei á Norðfirði. En 1935 var ég á Vopnafirði og var þá lýst
með hjónum með auglýsingu á kirkjudyrum. Var ég í kirkjunni sem var öllum
opin þegar brúðkaupið fór þar fram.
Gifting. 1.
Algengast var að fólk gift í heimahúsum og heima hjá prestinum. Sáralítið
um kirkjubrúðkaup. Nokkuð um giftingar á skrifstofu bæjarfógeta. Í sparifötum.
2. Haldin veisla hjá öðru hvoru foreldra brúðhjóna. Boðið frændfólki
og nánum kunningjum. Matur var hátíðarmatur, kjöt með öllu ofl. Síðan kaffi
eða súkkulaði með rjómatertum ofl. Ekkert til skemmtunar. Allskonar gjafir.
Húsgögn, peningar, borðbúnaður og margt til heimilishalds.
p5
Um helgar og oft
tengt merkisdögum svo sem afmælum foreldra. 3. Kirkjubrúðkaup hjá
syni okkar, stórveisla, fjöldi fólks og miklar gjafir. 4. Veit það
ekki. 5. Já en einkum gullbrúðkaup. Man eftir því sem haldið var
fyrir um 20 árum.
Andlát og útför.
1. Fljótlega kistulagt. Látið vera í einu herberginu ef pláss var
og þá opinn gluggi. Alltaf í eina viku. Ekki vakað. 2. Sungið vers,
bæn flutt. Eiríkur Elísson snikkari. Alltaf hvít. Blóm og kransar. Sjaldan,
bara sveipuð íslenska fánanum. 3. Já. Flutt bæn og kveðjuorð af
prestinum og sálmasögur. Borin í kirkju. Húskveðju hætt með öllu með komu
ungs prests.(sr. Ingi Jónsson 1953 eða 1954). 4. Já. Nei.
Nei. 5. Yfirleitt dökkklæddir. Já. 6. Nei, ekki fyrr en seinni
árin. 8. Já. Fremur litlir steinar og plötur á krossum.
p6
Ekki á Norðfirði.
En í Mjóafirði lét Konráð Hjálmarsson kaupmaður reisa mundarlegt grafhýsi.
9. Bara blóm. Upp úr 1960? Bara á jólum.
Árstíðabundnar hátíðir.
1. Það var fyrst að Norðlendingafélagið kom á þorrablóti um 1940.
Matur í trogum, aldrei diskum eða hnífapör, sjálfskeiðungar. Dansað, heimagerð
skemmtiatriði, mikill söngur fram undir morgun. Hæfileg drykkja fyrstu
árin en áfengisneysla aukist síðari ár með aukinni menningu. 2.
Fastur og rótgróinn siður með rjómapönnukökum eða lummum, fyrst bara á
heimilum en síðar á samkomum. Í lok janúarsmánuðar. 3. Bolludagur
var fagnaðardagur hjá börnum. Farið snemma á fætur og flengt með vendi.
Sérstaklega var vinsælt að flengja héraðslækninn Pétur Thoroddsen sem alltaf
gaf peninga fyrir bollum. Bollur bakaðar í heimahúsum en mest keypt í bakaríinu.
Súkkulaði, rúsínu og rjómabollur. Sprengidagur var
alltaf með þeirri tilbreytingu að borðað var saltkjöt og baunir.
Öskudagur var alltaf hátíðlegur fyrir börn. Stúlkur saumuðu
fallega poka úr silki og oft útsaumaðir (með hreinni ösku í). drengir útbjuggu
steina máluðu þá og síðan var þetta hengt á fólk og flestir tóku því vel.
p7
4. Ekkert
af þessu. 5. Já. Það var mikið um pat. Ég hringdi í skólastjórn
og kennara og tilkynnti þeim að erindreki stórstúku Ísl. P. Sig kæmi í
skólann í eftirmiðdag. Varð uppi fótur og fit og undirbúningi hraðað en
ekki kom Pétur. Það var allskonar plat. 6. Það voru bara hátíðisdagar.
Messað. Farið í heimsóknir. Barnasamkomur á skírdag. Frídagur. En það kom
fyrir að farið var á sjó á skírdag. 7. Ekki á mínum uppvaxtarárum.
8. Frí úr skólum. Lokaðar búðir. Barnaskemmtanir. Hátíðamatur. Ekki
almennt sumargjafir. Ekki útihátíðir. 8. Það voru alltaf skemmtanir,
sjaldan útifundir og kröfugöngur. alltaf frí og verkalýðsfélagið sá um
að ekkert var unnið. Verkalýðsfélagið alltaf með samkomu, ræðuhöld, söngur,
skemmtiatriði. Yfirleitt heimamenn. Mjög vel sóttar samkomur fyrstu árin.
Lúðrasveitin lék. Yfirleitt var fólk, allur almenningur ánægður með 1.
maí. Fánar víðast dregnir að hún og verslanir lokaðar um margra ára skeið.
Rauði fáninn uppi þar sem eigendur voru rauðir. Ég var starfsmaður á skrifstofu
bæjarsjóðs 1939 og prófdómari í barnaskólanum. (1. maí voru alltaf próf).
Fór ég í frítíma og dró niður íslenska fánann af bæjarhúsinu og dró upp
rauða fánann í staðinn. Var þetta ekki samþ. af öllum.
p8
10. Ekkert
haldið upp á þennan dag. 11. Bara hátíðisdagur eins og nú er. 12.
Mikill hátíðisdagur. Oftast fermt á hvítasunnudag og þá matur og
drykkur samkv. því. Farið í heimsóknir til skyldmenna. Ekki útihátíðir.
13. Það eru 20-30 ár síðan. Mjög myndarleg hátíðahöld. Keppt í kappróðri.
Skip og sigling allra skipa um flóann og til Mjóafjarðar. Öll börn fóru
með skipunum og fjöldi fullorðinna. Alltaf messa og lagður blómsveigur
á leiði óþekkta sjómannsins. Keppt á íþróttavelli. Aðalsamkoman við sundlaugina.
Ræða, lúðrablástur, sund, koddaslagur, reiptog yfir laugina. Bæjarstjórnin
oft dregin út í. Dansleikur. Öll fiskiskip í höfn. Mjög mikil þátttaka
og allur bærinn og skip fánum skreytt. 14. Ekki man ég eftir því.
En þó munu hafa verið íþróttamót. Íþróttafélagið Þróttur annaðist þetta
og eftir lýðveldistökuna voru skrúðgöngur, samkoma við sundlaugina, íþróttakeppni
og hátíðaræður. Yfirleitt fól bæjarstjórn Þrótti að annast hátíðahöldin
nema fyrstu árin þá var það sérstök kosin nefnd. Dansleikur var en síðari
ár er dagurinn mest fyrir unga fólkið. 15. Nei.
p9
16. Þá var
venjulega farið upp í Egilsstaði eða Hallormsstað. Þar voru miklar útiskemmtanir
og íþróttamót. Verslunarfólk tók allt frí en nú er þetta skemmti og frídagur
fyrir alla. Kom fyrir að verslunarmenn fóru í hópferð t.d. í Mjóafjörð
en ekki nein hátíð í bænum. Það er mikið farið út úr bænum og upp í Hérað.
17. Nei. 18. Það voru alltaf fyrstu árin ágætar samkomur með
söng, ræðuhöldum, dansleik og kaffiveitingum. Börn fengu að koma með fullorðnum.
Það var málfundafélagið Austri, söngfélagið Tíbrá og kvenfélagið Nanna.
19. Ég man ekki til að nein tilbreytni væri á uppvaxtarárum mínum
á aðventu. 20. Það var bakstur, hreingerningar, saumaskapur, börnin
fengu ný föt. Bakaðar gyðingakökur, hálfmánar, kossar og hnoðaðar tertur
aðallega og jólabrauð með rúsínum. Matur var yfirleitt
steikt lambakjöt og ávaxtagrautur. Límonaði og dálítið af ferskum ávöxtum
þegar þeir fengust. Það stóð alltaf mikið til fyrir jólin. 21. Nei.
22. Það voru einfaldar gjafir. Aðallega fatnaður, sokkar, vettlingar,
leikföng, aurar, spil, kerti ofl.
p10
23. Nei. 24.
Pappírsskraut. Ekki jólatré. Fram á þrettánda. 25. Þorlm. ekkert
sérstakt, rjúpur á aðfkv. hangikjöt á jóladag. Á annan afgangar ofl. Gyðingakökur,
hálfmánar, kossar ofl. smákökur og hnoðuð terta og jólakökur. Mjólk og
vatn. Matur er miklu fjölbreyttari t.d. hamborgarhryggur
í stað rjúpna. Alltaf samt hangikjötið. Rjómi og öl og gosdrykkir, einnig
niðurs. ávextir. Fjölbreyttir eftirréttir, rjómatertur og smurt brauð.
26. Allskonar leikir, spilað mikið. Sungið og farið í heimsóknir
til nákominna ættingja. Ekkert tilstand vegna jólasveina, engin trú á komu
þeirra eða tilvist. Mig minnir að ekki mætti taka upp spil á heimili mínu
fyr en annan jóladag. Þetta var fyrst og fremst hátíð fyrir börnin, ný
föt, betri matur og farið í kirkju. Jólatrésskemmtanir fyrir börn hófust
miklu seinna. Barnastúkan hafði dansleik og skemmtun fyrir börn. Stofnuð
1922. 27. Spilaði mikið. Lítið annað og alltaf í kirkju. Fjölskylduboð
voru almenn. 28. Upp úr 1930 hafði Íþróttafélagið leikfimisýningu
á annan jóladag og síðan dansleik. Í barnaskólahúsinu sem þá var nýbyggt.
29. Það voru oft grímudansleikir. Ég man ekki eftir árvissum áramótabrennum
en
p11
þær voru oft fyrir
botni fjarðarins. Var oftast kveikt kl. 20. Það var
hinsvegar oft álfadans með púkum, allskonar búningum svo menn reyndust
óþekkjanlegir. Álfakóngur og álfadrottning, mörg blys. Faðir minn átti
brynju úr blikki, svarta og fagurt sverð. Þetta var ein besta skemmtun
barna að sjá alla álfana, skringilegheit, hlusta á sönginn, gera at í álfana.
Stundum var farið í þessar skrúðgöngur alla leið inn á Sand sem er fyrir
fjarðarbotni. Það voru dansleikir eða grímudansleikur oft en ekki fyrst
þegar ég man eftir á gamlárskvöld ég held meira á þrettándanum. Stundum
klæddum við okkur börnin í þessa álfabúninga sem foreldrar og fullorðin
skyldmenni áttu og komum saman með blys, gengum um á götum og túnum. Þegar
ég man fyrst eftir áramótadansleik var hann haldinn af kvenfél. Nönnu.
29. Ekkert sérstakt á heimilinu á þrettánda nema álfadans og þá brenna
stundum. Aldrei öðru nafni.
Skemmtanir.
Barnaskólahúsið var alltaf notað 1. des. og stundum fyrir
samkomur barna og söngfélagið Tíbrá. Ég man eftir að
pakkhús kaupfél. Fram (stofnað 1912) var notað sem leikhús fyrir 1920.
Sá leiksýningu þar 7-8 ára gamall.
p12
Þá var Templarahúsið.
Lítið 35-40 fm. með forstofu. Þar voru stúkufundir (barnastúkan Vorperla
stofnað 1922 og stúkan Nýja öldin frá því upp úr aldamótum 1899 og endurreist
1922. Þarna var síðan unglingaskóli 1920-1930). Síðan var byggt nýtt samkunduhús
Templara (Gutto) 1930. Þar voru leiksýningar, fundahöld, dansleikir ofl.
Þokkalegt leiksvið og salur ca 70-80 fm. Snyrtiklefi, eldhús og búningsherbergi
um nokkur ár 1925-1930 og hafði samkomur í sérstökum sal þar sem áður var
bíósalur milli 1920-1930. Síðan kom samkomuhús og bíósalur annarsstaðar
í miðbænum með upphækkuðum sætum. Það voru allskonar skemmtanir. Kvenfélagið,
íþróttafélagið, verkalýðsfélagið, leikfélag, málfundafélag sem héldu þessar
skemmtanir. Þessar skemmtanir byrjuðu frá því ég man fyrst eftir mér. Aldrei
spilakvöld eða happdrætti en tombólur. Samkomurnar voru smá leikþættir,
upplestur, samlestur, söngur, ræður. Ekki alltaf dansað. Dansleikir voru
sér. Stundum skuggamyndir. 3. Þær voru auglýstar á húsum, símastaurum,
uppfest með teiknibólum. Fólk kom bara úr þorpinu og sveitinni. 4.
Dansleikir stóðu oft fram undir morgun. Spilaði einn á harmonikku. Gömlu
dansarnir. Nei. Það var setið á bekkjum kvenfólkið allt í kring. Karlmenn
biðu í viðbragðsstöðu og tóku tilhlaup til að ná í þá sem þeir óskuðu sér
helst. Fólk var spariklætt. Vangadans byrjaði með nýju dönsunum (Tango
ofl.)
p13
Slagsmál voru oft
mikil, nokkurnveginn viss á dansleikjum. Alltaf sömu mennirnir sem voru
drukknir. Sérstaklega voru slagsmál mikilfengleg á sveitaskemmtunum sem
haldnar voru árlega inni í Kirkjubólsteig og við börnin fengum að fara
á. Þar slógust stundum heilar skipshafnir. Slösuðust menn en dóu aldrei.
Einu sinni var beitt skotvopnum á dansleik til að hafa hemil á óróaseggjum.
5. Þeir voru ekki algengir á mínum uppvaxtarárum og skemmtanir fremur
sjaldan miðað við það sem síðar var. 6. Það var kannski ekki leyft
en karlmenn komu drukknir þeas. nokkrir þeirra, auðvitað ekkert svipað
eins algengt og nú. Áfengið var keypt af Fransmönnum á skipum yfir sumarið
koníak og rauðvín. Svo gekk yfir bruggöld, einkum áfengt öl sem ekkert
var farið leynt með. Það voru 3 bruggarar og eitt sumar var það selt opinberlega
í bjórkrá. Einnig var landi til sölu. Þeir voru flinkir sumir að eima hann.
7. Ég man ekki eftir því að konur neyttu áfengis og sá það aldrei
á konu á samkomum. Varla á unglingum. Bindindishreyfing var mjög sterk
í þorpinu og æskulýðsleiðtogar frábærir á mínum barna og unglingsárum.
8. Það var
spilað á harmonikku, það gerðu margir
p14
og eingöngu karlmenn.
Fyrst voru einfaldar og síðan loks tvöfaldar nikkur, þá var það viðburður
þegar sú fimmfalda kom og spilarinn var bara kallaður Guðmundur fimmfaldi.
9. Búinn að lýsa þessu.
Áhugamannafélög.
Verkalýðsfélag stofnað 1922, einnig barnastúka og fullorðinsstúka,
málfundafélag, íþróttafélag stofnað upp úr 1920. Taflfélag 1933. Síðan
pólitísk félög um 1930. Þessir klúbbar komu ekki til fyr en 1965-66. Frumkvöðlar
voru einkum áhugasamir hugsjónamenn sem auðvitað aldrei tóku pening fyrir
neitt í sambandi við félög þessi. Leikfélag fyrst stofnað 1949. Kvenfélag
var stofnað 1910-15, slysavarnafélag kvenna 1935. 2. Kvenfélagið
Nanna var lengi mjög duglegt og slysavarnafélagið einnig í 20-30 ár. Það
er of langt að telja upp forystukonur. Stúkurnar voru öflugar 1920-1930,
aðalforystumenn Valdim. V. Snævarr skólastjóri og Sigdór V. Brekkan kennari.
Málfundafélagið Austri var vel starfandi 1915-1928. Verkalýðsfélagið var
mjög lifandi frá stofnun. Formenn Jón Rafnsson, Jónas Guðmundsson og Jóhannes
Stefánsson ofl. í stjórnun. Íþróttafélagið Þróttur var alltaf með knattspyrnu
og leikfimi. Formenn margir. Þar á meðal milli 1933-1940 Lúðvík Jósepsson
og Jóhannes Stefánsson.
p15
3. Það voru
handskrifuð blöð hjá stúkunni Nýja öldin skrifað af Steini Jónssyni kennara.
Veit ekki um varðveislu.
Trúarlíf. 1.
Í kirkjunni. Ætli það hafi ekki verið hálfsmánaðarlega. 2. Ég held
kirkjusókn hafi aldrei verið almenn. Fólk fór á stórhátíðum. Ekki var alvarlega
litið á þetta. 3. Nei. 4, Nei. 5. Nei. 6. Hvítasunnumenn
voru nokkrir um tíma og kom þá fyrir fólk var skírt með því að dýfa því
í svonefndan kýl innan við bæinn. Aðventistar voru fáir. Hjálpræðisherinn
starfaði í nokkur ár. Ein fjölskylda, danskur maður sem átti bágt með íslenskuna
(Nielsen). Það voru almennar samkomur. En barnasamkomur þeirra voru vinsælar,
söngur og lúðrasveit. En formaðurinn átti erfitt því strákar gerðu mikið
at í hann á samkomum. Hjálpræðisherinn hafði sérstakan samkomusal. 7.
Ég man ekki eftir neinum nema síðan Jóhannesi ???syni og Ingimundur fiðla
hélt samkomu. 8. Ég man ekki eftir neinum áhrifum í þessu sambandi.
p16
Spariföt. 1.
Við drengirnir vorum í vaðmálsfötum, blússu með kraga, stuttum buxum, yfirleitt
sauðsvartir háir ullarsokkar með sokkaböndum í kot. Fyrst skinnskór síðan
danskir skór. Stelpur voru í stuttum kjólum og bómullarsokkum,
kotum og sokkaböndum. Spariskór sem voru bara notaðir á hátíðum. Það voru
prjónahúfur. Konur voru á peysufötum, sjaldséður danskur búningur. Sumar
á upphlut. Karlar voru í dökkum fötum með harðan flibba og slaufu. Stífaðri
skyrtu hvíta. Danskir skór.