Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiDagamunur, Félagslíf, Þéttbýli
Spurningaskrá56 Lifnaðarhættir í þéttbýli V. Dagamunur og félagslíf

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1897

Nánari upplýsingar

Númer6331/1983-8
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.6.1983
Nr. 6331

p1
Heimildarmaður: William Þorsteinsson FD: 29 06 1898 Svörin miðast við Ólafsfj. Eyjafj.s.
1. Skírn. 1. Í mínu minni fór skírn oftast fram í kirkju. Börn voru oftast færð í lauertskjóla og var það frá mínum fyrstu minnum. Nánir ættingjar voru venjulegast gufaðir eða guðmóðir barnanna. Ekki minnist ég sérstakra skyldna þeirra gagnavart skírnarbörnum en svo má hafa verið víða annarsstaðar. Skírnargestum var oftast boðið til skírnarveislu í heimahúsi. Veitt var kaffi og heimabakað brauð, lummur, pönnukökur, kleinur og fleiri tegundir af kökum en ekki man ég að gjafir væru gefnar. 2. Ekki minnist ég þess að börn væru ekki skírð og skemmri skírn tíðkaðist ef börn voru veik og ef ekki náðist til prests framkvæmdi ljósmóðir skírnina og ef barn lifði var skírnin síðan staðfest af presti.

p2
2. Afmælisdagar. 1. Ekki minnist ég þess að sérstaklega væri haldið upp á afmæli nema ef gefið var kaffi til dagamuna og ekki minnist ég þess að aldur réði slíku. Heimilisfólki var boðið en ekki minnist ég tilbreytinga í mat eða drykk vegna fátækrar og ekki var tími til skemmtunar, gjafir voru helst íleppar eða sokkar. 2. Helst tugaafmæli og heimilisfólki boðið og ættingjum. Súkkulaði, kaffi og heimabakaðar smákökur og annað brauð. Spilað var á spil og þá helst vist og brids. Ekki minnist ég gjafa.

p3
3. Ferming. 1. Gengið var til prests 1 viku til tvær vikur fyrir fermingu til undirbúnings. Flestir tóku ferminguna mjög hátíðlega og stúlkur grétu oft við athöfnina. Fermingarföt voru vaðmálsjakkaföt eða matrósaföt á drengi en stúlkur í hvítum léreftskjólum með blúndulagningum. Fermingarveislur voru haldnar með heimilisfólki og ættingjum og ekki ólíkar tugaafmælisveislum. Fermingargjafir voru aðallega heimaunnin fermingarföt. Fermingarskeyti minnir mig að hafi byrjað 1945-1950. Fermingarveislur voru ekki haldnar víða og þá mest vegna fátæktar sem var gífurleg á þessum tíma. 2. Einkum íburðarmeiri fatnaði og veitingum og fermingargjafir svo sem reiðhjól komin í tísku þegar elsti sonur minn fermist. 3. Minnist ekki slíks hér á staðnum. 4. Ábyrgðartilfinning jókst. Drengir fór að róa með feðrum sínum og öðrum og stúlkur fóru í vist. Kaup hækkað ekki og klæðaburður hélst óbreyttur.

p4
4. Próf. 1. Nei.

5. Trúlofun. 1. Trúlofunarhringir voru sjálfsagðir. Hér voru þeir útvegaðir frá Akureyri og voru ævinlega úr gulli. Ég þurfti að útvega gullið sjálfur. Keypti 2 gullpeninga og greiddi með 25 eyringum. Heimilisfólki var boðið til kaffidrykkju. 3. Já. 4. Mismunandi eftir efnahag. 5. Lýst var með hjónaefnum í kirkju 3 messur í röð. Ég sjálfur kvæntist 19 ára og þurfti að kaupa leyfisbréf. Ekki man ég hvað ég greiddi fyrir það.

6. Gifting. 1. Borgaralegar giftingar voru algengar. 2. Já. Brúðargjafir. Heillaóskaskeyti sennilega um 1915. Gifting frekast um helgar

p5
eða látin tengjast öðrum merkisdögum. 5. Já. 1920.

7. Andlát og útför. 1. Líkið þvegið og fært í líkklæði og lagt í útihús eða litla stofu. Líklega 8-9 daga. Aðeins vakað fyrstu nætur en ljós látið loga hjá líkinu. 2. Trésmiðir. Eins og líkkistur í dag nema svört á lit. Blómakross man ég á líkkistum um það leyti sem ég gifti mig. 3. Já. En nú hefur dregið úr þeim vegna aðstöðuleysis á heimilum og fyrirhafnar og lík standa ekki lengur uppi í heimahúsum. Að sumri til á hestkerrum og vetri til á sleðum. 4. Já, og erfiljóð flutt. Nei. Nei. 5. Já. Já. 6. Já. Á heimili hins látna og veitt var kaffi og vín. 7. Nei. 8. Nei, en krossar á leiðum. Nei.

p6
Árstíðabundnar hátíðir. 1. Um 1910. Algengur þorramatur (súrmatur) og mikið sungið og dansað. 2. Já. 4. Já. Ég minnist eins sem sendur var úr sveitinni með bréf ofan í Hornið (Ólafsfjörð) og aska í bréfinu. 6. Frí alla dagana. Farið til kirkju. 8. Gefnar sumargjafir. 10. Enginn sérstakur lokadagur. 11. Ekkert sérstaklega. 12. Farið í kirkju. 14. Nei. 15. Nei. 16. Nei. 17. Nei. 18. Nei. 20. Allt gert hreint í hólf og gólf síðustu daga fyrir jól. Bakað algengt jólabrauð og smákökur. hangikjöt og svið og kálfskjöt og bitasteikt lambakjöt. 21. Nei. 22. Gefnir voru íleppar, sokkar eða vettlingar svo að menn klæddu ekki jólaköttinn og allur fatnaður heimasaumaður. Nei.

p7
24. Heimasmíðuð jólatré og kerti og körfur til skreytingar. Fram á þrettánda. Húsmóðirin. 26. Bannað að spila á jóladag. 28. Ungmennafélagið stóð fyrir álfabrennu og dansi, byrjaði 1923. Kveikt um kl. 9, dansað og sungið. Já, kölska og púka og álfakóngs og drottningar og álfaprinsar og prinsessur.

Skemmtanir. 1. Já. Eign ungmenna og kvenfélagsins og ungmennafélagið var stofnað 1915 eða 1916. 2. Leiksýningar voru hér allt frá því að ég man fyrst eftir mér. 3. Á ljósastaurum eða húsum. 4. Ræll, polki og vals. Karlmaðurinn hneigði sig fyrir dömunni. Einnig tíðkuðust dömufrí. Vangadans frá fyrstu tíð. 5. Já, sennilega svona einu sinni í mánuði. 6. Já. Frá Akureyri. 7. Já. 8. Spilað á harmoniku. 9. Á Kvíabekk í baðstofu en þar var stórt húsnæði.

p8
Áhugamannafélög. 1. Ungmennafélag og kvenfélag. 2. Ungmennafélagið var stofnað af bindindisfólki. 3. Geislinn var gefinn út af félögum í ungmennafélaginu. Já.

Trúarlíf. 1. Kvíabekk. Venjulega um hverja helgi. Kirkjan síðar flutt til Ólafsfjarðar. nei. 2. Já. 3. Nei. 4. Nei. 5. Nei

Spariföt. 1. Peysuföt hátíðabúningur kvenna. Vaðmálsjakkaföt hjá körlum. Sauðskinnsskór og síðar danskir skór.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana