Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiDagamunur, Félagslíf, Þéttbýli
Spurningaskrá56 Lifnaðarhættir í þéttbýli V. Dagamunur og félagslíf

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1905

Nánari upplýsingar

Númer6772/1983-8
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.6.1983
Nr. 6772

p1
Heimildrmaður: Stefán Kristjánsson FD: 03 07 1905 Svörin miðast við Langanes, N-Þing.

A 1. Börn voru skírð í heimahúsum. Skírnarkjólar voru notaðir. Gerður var dagamunur í tilefni skírnarinnar. Gestir voru oftast heimilisfólk og prestur. Veitt var kaffi og meðlæti. 2. Börn voru alltaf skírð nýlega fædd.

1. Aldrei haldið uppá afmæli.

1. Gengið var til prests í eina viku og kverið lært ásamt sálmum. Engin sérstök fermingarföt voru notuð. Drengir voru í jakkafötum en stúlkur í kjólum. Ekki voru notaðir sérstakir fermingarkirtlar. Ekki voru haldnar miklar fermingarveislur, helst veitt kaffi. Engar gjafir voru gefnar. 2. Fermingarveisla var haldin þegar sonur minn fermdist og gjafir voru gefnar. Það var hins vegar ekki haldin veisla né gjafir gefnar þegar ég fermdist. 4. Börnin voru talin með fullorðnum eftir fermingu og meiri kröfur gerðar til þeirra. Börnum á þessum tíma var ekki borgað kaup.

p2
1. Trúlofunarhringir voru notaðir. Voru þeir keyptir hjá gullsmið á Vopnafirði. Hringirnir voru alltaf úr gulli. Voru hringirnir oft settir upp á hátíðisdögum t.d. á jólum, áramótum og á sumardaginn fyrsta. 3. Fólk kynntist lengur áður fyrr áður en það opinberaði trúlofun sína. Fólk gifti sig fljótlega eftir trúlofunina. 5. Já lýst var með hjónum. Presturinn lýsti með fólki í stólnum.

1. Oftast var gift í kirkju. Skipting var milli kynjanna í kirkjunni þannig að konur sátu vinstra megin en karlar hægra megin. Konan notaði skautafald en karlmaðurinn var í jakkafötum. 2. Oftast voru haldnar giftingaveislur í heimahúsum. Nánasta venslafólki og vinum var boðið í veislurnar. Stundum var dansað í veislunum. 5. Stundum var haldið upp á silfur- og gullbrúðkaup.

p3
1. Líkin voru lögð í útihús og voru látin standa þar þangað til kistulagt var. Reynt var að jarða eins fljótt og unnt var. Það tíðkaðist að vakað væri yfir hinum látna. 2. Nánustu ættmenn komu saman við kistulagninguna. Sérstakur líkkistusmiður smíðaði kisturnar. Kisturnar voru oftast svartar. 3. Húskveðjur voru haldnar, aðallega yfir eldra fólki. Mjög hefur dregið úr húskveðjum. Kistan var látin standa í kirkjunni yfir eina nótt áður en jarðsungið var. 4. Ræður voru haldnar yfir hinum látnu, alltaf í kirkjunni. 5. Sumir mættu við jarðarfarir í dökkklæddum fötum. 6. Erfisdrykkjur voru yfirleitt haldnar eftir jarðarförina. Stundum voru þær haldnar á prestsetrinu. Veitt var kaffi. 7. Ekki voru haldnar erfisdrykkjur þegar börn og ungt fólk var jarðsett.

p4
8. Þeir þóttu sjálfsagðir 9. Blóm voru lögð á leiði oftast nær.

B 3. Gefið var bollukaffi og gerður dagamunur á þessum dögum. Bréfvendir tíðkuðust. Bollur voru bakaðar. Saltkjöt og baunir var borðað á sprengidag. Öskupokar voru hengdir á fólk. 4. Öskudagur á Akureyri. 5. Menn voru látnir hlaupa 1. apríl með misjöfnum árangri. 6. Svipað og í dag. Frí var seinnipartinn á föstudaginn langa, á pálskadag og á anan í páskum. Kjöt og annar hátíðismatur var veittur á páskum. 7. Páskaegg tíðkuðust ekki á bernskuárum mínum. 8. Frí var frá vinnu og fólk fagnaði sumrinu. Betri matur var veittur. Sumir gáfu sumargjafir.

p5
9. Eftir að verkalýðsfélögin voru stofnuð var 1. maí frídagur verkamanna. 10. Menn lyftu sér upp, dansað var og drukkið brennivín. Frí var frá vinnu. 11. Þá var frí frá vinnu. 12. Farið var til kirkju. Oft voru fermingar um hvítasunnuna. Hátíðamatur veittur. 13. Man fyrst eftir sjómannadeginum á Akureyri. 17. Aldrei haldið upp á fyrsta vetrardag. 18. Engin mikil hátíðahöld og ekki frí frá vinnu. 20. Allt var gert hreint, mikið var bakað. Hangikjöt var soðið. 22. Smáhlutir voru gefnir t.d. kerti. Stundum var fatnaður gefinn. Jólapakkar voru afhentir á aðfangadag. 23. Jólakort voru stundum send. 24. Lítið um skraut. Helst jólatré. Haft fram á þrettándann.

p6
25. Rjúpnasteik var oft borðuð á aðfangadagskvöld, á jóladag var borðað hangikjöt. Laufabrauð, lummur voru bakaðar. Kaffi var drukkið með kökunum. 26. Leikir voru algengir. Menn spiluðu mikið á spil, þó aldrei á jólakvöld. Börn hittust frekar til leikja á jólum því þá áttu þau helst frí. Engir jólasveinar. 27. Mikið var spilað á spil. Fjölskylduboð tíðkuðust. 28. Álfadans og álfabrenna var oft haldin. Þá var dansað og sungið. Fólk bjó sér til búninga. 29. Kaffi var gefið.

C 1. Samkomuhús var á staðnum. Það var 30 álna langt, hvítmálað með svölum. Tekið í notkun um 1938. Ungmennafélagið átti húsið. Nokkuð var um leiksýningar, söngskemmtanir og dansleiki. Ýmsir skemmtikraftar komu fram. Ungmennafélagið og kvenfélagið

p7
stóðu oft fyrir skemmtununum. 3. Sumar skemmtanir voru auglýstar. Fólk fór langar leiðir á skemmtanir. 4. Mikið var dansað. Spilað var undir á harmonikku. Fólk kom víða að. Fólk var vel búið. 5. Dansleikir voru algengir. 6. Áfengi var alltaf haft um hönd á dansleikjunum. Áfengi var bruggað. 7. Konur drukku sjaldan áfengi. 8. Jóhann Jósepsson og Þorsteinn Jósepsson spiluðu undir á harmonikkur. Ekki var dansað í skúrum og bröggum.

D 1. Verkalýðsfélag, leikfélag, Ungmennafélag Langnesinga, kvenfélag, lestrarfélag, saumaklúbbar. 2. Ungmennafélagið var virkast. 3. Engin handskrifuð blöð voru til.

p8
E 1. Messað var á Sauðanesi. Ekki var oft messað. Engar breytingar urðu á messuhaldi með tilkomu útvarpsmessu. Mestu breytingar urðu þegar skipt var um presta. 2. Fólk var ekki mjög kirkjurækið. Það fór helst til kirkju um hvítasunnuna þegar fermt var. 3. Það tíðkaðist við giftingar. 4. Já, prestfrúin og fjölskylda áttu sérstakan bekk, við predikunarstólinn. 5. Já, þeir sem sátu næst kórnum voru heldri bændur. Hreppsómagarnir sátu þá næst útidyrunum. 6. Allir voru í Þjóðkirkjunni. 7. Farandpredikarar voru sjaldgæfir.

F 1. Karlmenn notuðu jakkaföt og hvíta skyrtu með bindi. Kvenfólk notaði kjóla. Margar eldri konur gengu í upphlut.

p9
Hversdagsklæðnaður karla var peysa og buxur. Konur gengu oftast í pilsi og blússu hversdags. Menn áttu yfirleitt sérstaka spariskó. Hattar var algengur höfuðbúnaður.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana