Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiDagamunur, Félagslíf, Þéttbýli
Spurningaskrá56 Lifnaðarhættir í þéttbýli V. Dagamunur og félagslíf

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1891

Nánari upplýsingar

Númer7376/1983-8
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.6.1983
Nr. 7376

p1
Heimildarmaður: Pálína Jónsdóttir FD: 10 10 1891 Svörin miðast við Eyjafj.

Skírn. 1. Pálína segist lítið vita um skírnina. Hún hafi verið yngst af sínum systkinum og man ekki til að hafa séð eða tekið þátt í skírn. Hún segir þó að ýmist hafi verið skírt heima eða í kirkju. Hún minnist þess þó að eftir að hún varð fullorðin þ.e. komin yfir tvítugt þá var hún hjá séra Sigurði á Möðruvöllum og hann gifti í eitt sipti svo hún muni fólk á kontórnum hjá sér. Hvað skírn aftur varðar er Pálína þó viss um að börn hafi ekki verið skírð með húfu. 2. Þekkti ekki til slíks.

Afmælisdagar. 1. Aldrei var haldið uppá hennar afmæli fyrr en hún varð 60.

p2
Á hennar æskuheimili var ekkert tilstand yfir slíku né þekkti hún til þess á nágrannabæjunum. Hún man ekki einu sinni til þess að óskað væri til hamingju. Enginn mundir eftir slíku. Pálína telur að þar sem haldið var uppá afmæli hafi frekar verið haldið uppá afmæli lítilla krakka en slíkt var þó ekki algengt hjá fátækum.

Ferming. 1. Hún telur sig hafa gengið ca. einu sinni í viku í hálfan mánuð til prestsins. Kannski þó segir hún eitthvað oftar en varla lengur en í hálfan mánuð. Þegar hún og krakkarnir sem voru henni samferða til prestsins fóru að láta spyrja sig komu þau við hjá konu nokkurri er Anna Erlingsd. hét. Hún gaf þeim að drekka og þar skiptu þau um skó og hún þurrkaði síðan hina skóna á meðan þau voru hjá presinum. Anna var saumakona og hafði verslun. Móðir Pálínu vildi ekki fá lánaðan kjól fyrir hana og keypti hjá Önnu fallegt efni í svartan kjól. Það var ákaflega langt að fara til prestsins kirkjan var í ....

p3
Anna saumaði síðan kjól með berustykki er lagt var með laufum og perluböndum. Er hún sendi kjólinn sendi hún Pálínu hvíta hanska og kort með 5 kr. í og var það verðmeira kjólnum. Þetta var eina fermingargjöfin. Fermingarveislan var sú að börnum Jófríðar frænku hennar af næsta bæ var boðið í súkkulaði. Við sjálfa ferminguna var hún í svarta kjólnum í svörtum sauðskinnsskóm með hvítri bryddingu. Krakkarnir voru ekki í kirtlum heldur yfirleitt í kjólum eða fötum sem þau fengu lánuð. Kirtlar komu miklu seinna en hvenær veit hún ekki. Þó segist hún halda að hún hafi ekki séð kirtla fyrr en hún flutti í Glerárþorpið. 2. Á engin börn. 3. Allir létu ferma sig. Þau voru fermd uppá átján kafla kverið. Þau þurftu að geta svarað úr því og svo lærðu þau biblíusögur, skrift og reikning. Pálína minnist þess að erfitt var að læra fallega eða góða skrift. Sífellt voru nýir

p4
og nýir kennarar og engar bækur til að fara eftir. Bróðir hennar fór því til oddvitans er var kunningi þeirra og lærði að skrifa og reikna hjá honum. 4. Pálína minnist ekki neinna sérstakra breytinga á lífi sínu með fermingunni. Hvað varðaði klæðaburð þá fengu sumir betri föt, þ.e. fermingarfötin og gátu notað þau spari.

Próf. 1. Nei.

Trúlofun. 1. Það voru settir upp hringar þó það kæmi fyrir að fólk hefði ekki slíkt. Pabbi hennar og mamma höfðu ekki hringa hvorki trúlofunar né giftingar. Eina brúðkaupsveislan sem Pálína

p5
hefur verið í fór hún þegar hún var þriggja ára. Veislan var í Glæsibæjarhreppi. Á eftir var farið útí Lón sem var langt úti og niður við sjóinn og þar var dansað undir harmoníkuspili. Næstu spurningum getur Pálína ekki svarað. Hún giftist aldrei sjálf né trúlofaðist.

Andlát og útför. 1. Heim til hennar í föðurhúsin kom kona af næsta bæ og bjó um lík. Hún laugaði það og lagði til. Koddi var settur undir höfuðið augun voru aftur og líkið lá beint í kistunni með krosslagðar hendur. Kistan var keypt. Hún var fóðruð og líkklæðið var pantað með. Það var ljóst og minnti hana á náttkjól. Lík stóðu vanalega upp í hálfan mánuð. Hún telur að hvergi í kring hafi verið vakað yfir. Hún man ekki eftir neinum sérstökum siðum. Kistan var svört með krossi ofaná lokinu. Blóm eða kransar voru engir.

p6
Áhugamannafélög. Úr uppvexti sínum minnist Pálína þess að starfandi voru kvenfélag og taflfélag. Móðir hennar var fyrst í kvenfélaginu og síðan hún. Félagið hét og heitir Baldursbráin og hélt það fyrst fundi sína á bæjum þar sem að var pláss. Síðar voru þeir haldnin í þinghúsinu í Hlíð. Þangað var brauði og kaffi keyrt í koffortum á sleða. Hver kona bakaði og lagði til eftir að farið var að halda fundi þar. Þing eða samkomuhúsið samanstóð af litlum sal uppi þar sem dansað var en í kallara voru eldhús og stofa þar sem drukkið var. Kvenfélagið stóð fyrir dansleikjum þar sem spilað var undir á harmóniku. Þinghúsið var flutt frá Hanastöðum í Hlíðina. Bóndinn á Hlöðum gaf 50 kr. til að koma því af stað. Fyrir hverju eða í hvað ágóði af störfum kvenfélagsins eða í hvað kraftarnir fóru man hún ekki fyrr en farið var að styrkja vistheimilið Sólborg í Glerárþorpi og farið var einnig að rækta skóg í þorpinu.

p7
Kvenfélagið fluttist nefnilega úr Hlíðinni í Glerárþorpið þar sem margar konur í því voru úr þorpinu. Pálína segist hafa verið komin yfir tvítugt þegar farið var að dansa í samkomuhúsinu. Áður dönsuðu unglingar stundum í Hraunbæjarkoti um helgar á veturna en þar var nóg pláss. Einhver fullorðinn spilaði á harmonikku og dansað var í 2-3 tíma þ.e. til ca 12 á miðnætti. Veitingar voru engar. Pálmi nokkur, bóndi á næsta bæ við hana, nánari deili á honum man hún ekki, kastaði fram þessari vísu þegar honum þótti nóg um dansleikina. Nú eru böllin nokkuð mörg, nú er dýrt að lifa. Sjónum engin sést hér björg, snemma um það má skrifa. Einnig voru skemmtanir í Krossanesi meðan Norðmennirnir voru. Eitt sinn báðu nokkrir þeirra pabba hennar að biðja hana að smala saman stúlkum fyrir dansleik en þeir smöluðu aftur sjálfir í Glerárþorpi. Pálína varð við þessari bón og hljóp svo sjálf á ballið og þótti þetta allt ákaflega spennandi. Þegar hún var ung voru einnig böll í

p8
samkomuhúsinu í Bótinni í Glerárþorpi. Akureyringar sóttu mikið á böllin í kringum Akureyri. Það var ekki bannað að hafa vín með sér á böllunum og Pálínu finnst sem mikið hafi verið um það. Konur voru þó ekki áberandi drukknar eða hreifar nema tvær Túliníusardætur og aftur aðrar tvær út G.. er oft komu á böllin frá Akureyri. Pálína segist hafa farið nokkuð mikið á dansleiki á veturna svona ca 10 sinnum á vetri að meðaltali en aldrei fór hún á dansleik inná Akureyri. Viðbót við dansinn í Hraunbæjarkoti. Meðan Pálína var unglingur komu tveir strákar frá Bitru og nokkrar stelpur auk tveggja bræðra í Hraunbæjarkoti þar saman og hún kenndi þeim að dansa. Hún segist hafa kunnað alla dansa 6 ára þá hafi hún lært af systkinum sínum. Fyrsti raunverulegi dansleikurinn hennar var þegar hún var 10 ára. Systur hennar var boðið af frænda hennar á síldarball að Bjargi, oft kallað Tuliníusarhúsið. Fyrir orð frændans fékk hún að fljóta með. Þegar heim kom sagði hún mömmu sinni að hún væri búin að dansa gat á skóna enda var hún í sauðskinnsskóm.

p9
Annarra síldarballa minnist hún ekki og telur þetta hafa verið eitthvað sérstakt. Taflfélag var starfandi og voru í því bæði konur og karlar. Pálína tók þátt í þeim félagsskap. Komið var saman á heimilum í Hlíðinni þar sem pláss var og keppt. Eftir að hún varð þrítug keppti hún og vann til verðlaunapenings sem var 25 eyringur sérstaklega sleginn og auk þess með stöfum. Leifélag var ekkert í Hlíðinni. Engar íþróttir voru heldur kenndar nema sund ... .... eftir að hún varð tvítug. Sundkennslan fór fram inná Akureyri, þar var stoppaður lækur og Ólafur Magnússon kenndi. Saumaklúbba minnist hún ekki. En um 1913 lánaði hún nýja saumavél á saumanámskeið sem haldið var af kvenfélaginu. Námskeiðið var haldið að Sílastöðum í Hlíðinni en þar var gott húspláss. Saumavélin var pöntuð af Kristjáni nokkrum Árnasyni. Hann hafði pantað slíka fyrir aðra konu er kom Pálínu á bragðið. Saumavélin kostaði 35 kr. Ungmennafélag var starfandi

p10
og hafði það bindindisfélag á sínum snærum. Hins vegar stóð það ekki fyrir skemmtunum. Lestrar og málfundafélög voru engin. Pálína minnist ekki handskri
faðs fréttablaðs.

Trúarlíf. Messað var í Lögmannshlíðarkirkju. Fjölskylda Pálínu fór sjaldan til kirkju vegna þess hve langt hún var í burtu. Hins vegar las pabbi hennar og síðar bróðir hennar alltaf húslestra á veturna. Það reyndi það eins og það gat. Pálína telur þó að það hafi ekki þótt athugunarvert þótt fólk sækti ekki kirkju. Það var setið sitt á hvað. Getur verið að sumar fjölskyldur hafi

p11
haft sérbekki ef þær komu oft. Það virtist ekki vera virðingarmunur, þó sat prestfrúin oftast innst. Önnur trúfélög eða farandprédikarar voru ekki í Hlíðinni. Hins vegar minnist Pálína hersins. Einkum tveggja prédikara, þeirra Runka og Halldórs söðlasmiðs er var ansi æstur. Ofstæki hersins var þá meira en nú. Samkomur þeirra voru haldnar á eyrinni þ.e. Oddeyrinni. Strákum þótti mikið sport í að gera at í ræðumönnumnum. Pálínu þótti gaman að söngnum hjá þeim. Eitthvað var af hljóðfærum en mest söng hver með sínu nefi.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana