Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFjallagras
Spurningaskrá25 Fjallagrös

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1919

Nánari upplýsingar

Númer2669/1972-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.5.1972
Nr. 2669
p1
Fékk á síðastliðnu vori spurningalista frá Þjóðminjasafninu
þar sem spurt er um fjallagrös. Um fjallagrös get ég ekkert sagt
af eigin reynd. Þegar ég var að alast upp þá heyrði ég mjög
lítið talað um fjallagrös. Held að það sé nokkurn veginn víst að
hér í sveit hefur ekki verið farið til grasa eftir síðustu
aldamót. Hér hefur verið langt að fara til grasa. Þau ekki til
svo neinu næmi fyrr en fyrir ofan byggðina. Að vísu sjást
fjallagrös á Vörðufjalli, en þar er svo lítið magn af þeim að
ekki hafði verið talið að hægt væri að tína þau þar. Á nítjándu
öldinni var örugglega aflað fjallagrasa hér í sveit, en ég get
ekki fullyrt um hvaðan þau komu.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana