Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFjallagras
Spurningaskrá25 Fjallagrös

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1903

Nánari upplýsingar

Númer2632/1972-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.5.1972
Nr. 2632

p1
Aðeins ein gerð fjallagrasa er ég kannast við notaða,
skæðagrös. Og í litlum mæli notað. Minnist ekki neinna örnefna.
Hefi aldrei heyrt nefndan vaxtarhraða grasa og hvergi séð það á
prenti. Hefi engin kynni af viðskiptum með grös nema keypt í
verlun nú á síðustu tímum. Þekki ekki til neinna sérstakra
grasaferða nema ég hafi farið nokkrum sinnum hér í eigin landi,
Hnausum, þá aðeins stund úr degi hvert skipti. Í Önundarfirði
greip ég grös í smalamennsku, ekki öðruvísi. Þau voru notuð í
grasamjólk, slátur og brauð (rúgbrauð). Móðir mín talaði um
grasaferðir norður á Engidalsfjöll í Skutulsfirði. Grasanotkun
hafði verið mikið meiri í hennar uppvexti. Pabbi ræddi lítið um
grasatínslu eða notkun. Grösin voru þurrkuð strax og hengd upp í
poka, en hreinsuð eftir hendinni. Þá voru þau "kæfð"

p2
sem kallað var. Þau voru látin í ílát og hellt yfir þau heitu
vatni og byrgð með hlemmi og breitt yfir nokkra stund. Við það
linuðust grösin svo að hægara var að strjúka úr þeim allt rusl.
Um matreiðslu grasa get ég ekki sagt neitt um hlutföll eða aðra
meðferð. Ég hefi étið þau í mjólk, brauði, slátri, blóðmör og
graut.
Þetta er fátæklegt, en ég er ekki maður til að hafa það
ríkulegra.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana