Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFjallagras
Spurningaskrá25 Fjallagrös

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1894

Nánari upplýsingar

Númer2562/1972-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.5.1972
Nr. 2562
p1
Tegund fjallagrasa.
Blaðtegund.
Grasaland. Mosaþemba. Það var tínt á hverju ári, um tíundu viku
sumars.
Grasatekja. Það voru mikil hlunningi fyrir jörðina, já. Það
þótti gott að hafa fjóra poka af fjallagrösum fyrir veturinn.
Það var leyft hverjum sem var að tína eftir vild, eftir að
heimilisfólkið var búið að tína, og án greiðslu.
Notagildi.
Þetta sparaði kornið. Það getur verið að fjallagrös hafi verið
notuð í viðskiptum manna á milli, en það var ekki þar sem ég var.

Fjallagrös voru bara tínd eins og ber. Það var mælt í pokum í
grasatunnurnar. Það þótti góð gjöf að fá poka með grösum í.
Grasafjall. Það var bæði farið í útilegu og eins dagsferð, en
grösin voru tínd yfir nóttina. Það var besta grasaveður ef hlýtt
var og blautt á.

p2
Fararbúnaður.
Tjaldið var prjónað. Pokarnir voru annað hvort prjónaðir eða
ofnir, en þá voru þeir úr einskeftu. Í nestið var notað:
hlóðabrauð, smjör, harðfiskur og mjólk. Margir höfðu með sér
ketil og hlóðu hlóðir og kynntu með lyngi og mosa. Mikið af
ullarfötum, allt heimaunnið. Svo voru úlpur utan yfir
prjónafötin og svo sauðskinnsskór á fótum. Efnið í pokunum var
ofið heima og stærðin eins og á venjulegum mjölpokum. Tínupoki
var hafður í bandi um hálsinn og svo losað í grasapokann.
Grasaferð.
Grös voru alltaf tínd fyrir slátt. Stundum fóru tveir, stundum
fleiri eftir því hve margt var í heimili. Það var ekki farið með
börn heldur fullorðið fólk. Fólk sem fór í grasaferðir nefndist
grasafólk. Fólk af mörgum bæjum fór saman í grasaferð. Ekki var
miðað við að safna ákveðnu magni fjallagrasa heldur bara að fá
sem mest. Best var að tína grös þegar dögg var á, því það var
vont að tína þau nema blautt væri á. Oftast var verið sólarhring
við grasatínslu. Það voru búnar til pönnukökur úr heimamöluðu
bankabyggi þegar heim var komið úr grasaferð. Alltaf var farið
að kvöldi til grasa. Sá sem var elstur var foringi.

p3
Að tína grös.
Það þótti best að byrja kl. 5-6 að morgni. Best var að tína þau
þegar blautt var á. Grasafólkið dreifði sér við tínsluna líkt
og fólk í berjatúr. Band var sett í pokann og svo sett aftan á
hálsinn. Pokinn var ekki dreginn. Fólk var á hnjánum við
tínsluna. Það fólk sem var frá sama heimili losaði í sama
pokann. Það fór eftir heppninni að finna góðan tínslustað.
Frágangur og flutningur.
Hnýtt var fyrir pokana. Bundið eins og baggar. Ekki var nein
áætlun um þyngd klyfja. Grasasekkir nefndust grasabaggar.
Pokarnir voru bornir á bakinu ef farið var gangandi í
grasalandið.
Þurrkun, geymsla og hreinsun.
Pokarnir voru hengdir upp á skemmuþil og látnir blása þar og
þorna. Unnið var við hreinsun fjallagrasa um sláttinn. Það var
gert úti á túni þar sem búið var að slá og raka, og í logni. Í
þurrkun, en svo var hreinsað betur áður en það var látið í
matinn. Þau voru í smá hrúgum og svo hrært í. Hreinsun nefndist
ekkert sérstakt. Ekki voru mismunandi aðferðir við hreinsun.
Grösin voru geymd í poka í skemmu. Pokarnir voru hengdir upp.

p4
Grasajárn og grasabretti.
Grösin voru skorin með tóbaksjárni á fjöl. (teikning af
grasajárni) Grös voru notuð í slátur og pottbrauð. Það þurfti
mikið minna af mjöli í mat ef grös voru notuð. Þau voru notuð
í hræring saman við skyrið. Grösin voru notuð á meðan þau voru
til. Þóttu góð fyrir þá sem voru magaveikir. Í slátur voru þau
skorin sundur, látin út í blóðið, þá þurfti miklu minna mjöl.
Hæfilegt var að nota 1/3 af grösum í slátur (blóðmör,
lifrarpylsu) og brauð (ekki flatbrauð).
Fjallagrös til matar.
Mjólk og grös voru látin sjóða í 10 mínútur. Það var hægt að búa
til konfekt úr þeim.
Fjallagrös til lækninga.
Grös og kandís saman var talið besta lyf. Grösin soðin, síuð og
soðinn kandís og álitið gott við hæsi og kvefi. Fjallagrös voru
notuð sem lyf handa gömlu og magaveiku fólki. Þorleifur

p5
Bjarnason, Bjarnarhöfn, stundaði lækningar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana