Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFjallagras
Spurningaskrá25 Fjallagrös

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1911

Nánari upplýsingar

Númer2795/1972-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.5.1972
2795
p1
Ég svaraði ekki spurningaskrá sem ég fékk næst áður varðandi
fjallagrös, því ég er því efni svo ókunnug. Það er lítið og
lélegt grasaland hér í Eyjafirði. Finnast þó eitthvað lítið eitt
fram á dölum. Það var hætt að nota fjallagrös þegar ég var að
alast upp. Ég var orðin stálpuð þegar ég sá þau fyrst, og þá
höfðu þau verið keypt í lyfjabúð á Akureyri. Soðin ásamt
kandíssykri í litlu vatni, kallað grasalím og notað sem
kvefmeðal. Ég heyrði talað um að hér áður hefði verið farið til
grasa fram í Úlfárheiði, út á Vaðlaheiði og Flateyjardal, jafnvel
austur á Fljótsheiði. Og þá voru grösin náttúrulega notuð eins
og þekktist um allt land, þar sem til þeirra náðist, bæði í
slátur á haustin og í brauð og grauta. Þau voru alltaf notuð til
að spara mjölmat. Annars hefur vaknað áhugi á fjallagrösum nú á
síðustu árum eftir 1950. Þegar sveitafólk fór að taka sér
sumarfrí og ferðast um landið, veit ég um marga sem hafa rifið
upp fjallagrös ef þeir hafa í komist. En nú held ég að þau séu
aðallega notuð til að sjóða þau í mjólk (grasamjólk).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana