Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFjallagras
Spurningaskrá25 Fjallagrös

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1902

Nánari upplýsingar

Númer2563/1972-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.5.1972
Nr. 2563
p1
Í minni tíð hefur verið fremur lítið um að tínslu
fjallagrasa, en eins og aðrir hefi ég sagnir um að þau voru mikið
notuð til alls kyns búdrýginda. Ég hefi ekki heyrt talað um nema
eina tegund af þessum grösum. Þar sem hér um slóðir er lítið um
fjallagrös hefur land það sem þau eru tínd á ekki fengið neitt
sérstakt nafn þeirra vegna, en þau fyrirfinnast ekki nema hátt
til fjalla. Veit ekki til þess að grasatekja hafi verið talin
til hlunninda. Mér er kunnugt um að fjallagrös eru
frammúrskarandi hollur og góður matur, því hefi ég oftast nær
reynt á hverju hausti að ná mér í fjallagrös, en það er í smáum
stíl.

p2
Grös eru oftast nær ekki tínd fyrr en að áliðnu sumri og þá eftir
vætu en í þurru veðri. Grös þarf að þurrka vel ef á að geyma þau
lengi. Best hefur reynst að hreinsa þau hálfþurr. Hér hefur
tíðkast að hafa grös í grauta með hrísgrjónum, einnig með tómri
mjólk. Áður fyrr voru þau einnig höfð í brauð og slátur, en
þekkist ekki nú orðið. Mín reynsla af fjallagrösum er sú að þau
eru afbragðs meðal við ýmsum magakvillum. Mikil notkun
fjallagrasa heyrir fortíðinni til, sem má lesa um í fornum
heimildum og ætti að vera aðgengilegt fyrir hvern sem er.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana