Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiFjallagras
Spurningaskrá25 Fjallagrös

StaðurKvísker
Annað staðarheitiTvísker
ByggðaheitiÖræfi
Sveitarfélag 1950Hofshreppur A-Skaft.
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Hornafjörður
SýslaA-Skaftafellsýsla (7700) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1917

Nánari upplýsingar

Númer2797/1972-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið16.1.1973
Nr. 2797
p1
Fjallagrös voru aðeins á tveim stöðum hér í sveit svo að
tínanleg væru, í Færinesi og Breiðamerkurfjalli. Munm það valda
að kindur hafa bitið það að vetrinum sem nær var bæjum.
Fjallagrös voru því mjög lítið notuð hér í sveit og aldrei legið
við á grasafjalli, en ég heyrði talað um að betra væri að tína
grös þegar þau voru blaut og býst við að það hafi að minnsta
kosti að nokkru verið vegna þess að mosi hafi þá síður tollað í
þeim. Hvernig ílát voru notuð undir grös áður en strigapokar
fóru að flytjast veit ég ekki, og býst ekki við að ákveðnar
venjur hafi myndast hér vegna grasatínslu og notkunar þeirra, og
ekki hef ég heyrt talað um grasaland, enda mun aldrei verið farið
reglulega til grasa hér. Hér var talað sitt á hvað um fjalla- og
heiðagrös og veit ég ekki til að neinn munur hafi verið á þeim
gerður. Grösin voru þurrkuð þegar heim var komið og geymd á
þurrum stað. Um notkun fjallagrasa veit ég lítið, en held þó að
víst sé að heiðagrös hafi ekki verið notuð nema í graut og

p2
mjólk. Ég veit þó til að fjallagrös voru einu sinni notuð í
slátur á bæ í Vestur-Skaftafellssýslu seint á öldinni sem leið,
en þá var þar nærri mjöllaust, og þar sem þá var farið á
grasafjall rétt fyrir sláturtíð hygg ég að lítið hafi einnig
verið um slíka notkun þeirra þar, en vonandi fást traustari
upplýsingar um það á þeim slóðum. (Heyrði gamla konu segja frá
þessu, en hún dvaldi um tíma í Hörgsdal og fór þá til grasa og
hjálpaði til við sláturgerðina). Ekki veit ég til að fjallagrös
væru söxuð hér, en þau voru alltaf vandlega "tínd", þ.e. tínt úr
þeim allt rusl eftir því sem hægt var áður en þau voru soðin. Ég
veit ekki um hvort heiðagrös voru notuð með ýmsum korntegundum,
en þó mun stundum hafa verið látið lítið eitt af þeim saman við
hrísgrjónagraut. Grasamjólk þótti góður matur, en þá voru grösin
soðin í mjólk þangað til þau voru orðin meyr, og eru þau enn
notuð þannig, þá sjaldan að þau eru notuð. Ekki veit ég hvort
trú var á fjallagrösum til lækninga, en veit þó til að þau voru
stundum eftir að kom fram á þessa öld, soðin í vatni og látinn

p3
kandíssykur út í seyðið og það notað við hósta. Mun það hafa
gefist engu miður en venjulegt hóstasaft. Ekki veit ég til að
fjallagrös hafi verið fengin að, og hef engar sagnir heyrt þar
um.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana