8 Fráfærur I
Nr. 1818
p1
Stekkur: Hann var
hlaðin rétt úr nærtæku efni. torfi, hnaus, grjóti eða þessu til skiptis
í lögum. Veggir á lambabyrgi eins, en þak yfir og litlar dyr úr réttinni
með hurð fyrir.
p2
Reynt var að hafa
stekk við góða haga og skjól, en ekki mjög nærri túni, vegna ágangs ánna.
Stekkurinn var einnig notaður sem rétt. Ekki voru margir bæir um einn stekk.
Það voru víða til örnefni, t.d. Ingustekkur, Brekkustekkur, Stekkhóll ofl.
Lambakró við stekk
nefndist lambabyrgi. Réttin og lambabyrgið nefnt einu nafni stekkur. Lambakróin
var ekki notuð sem fjárhús á vetrum. Uppgerslu lambakróinnar var þannig
háttað að reft af veggjum á mænisás. Dyraumbúningur úr tré með járnkengjum
fyrir lokur, sem settar voru í er hurðin var látin fyrir. Gat á krónni
til að setja lömbin inn um mun hafa þekkst, en ekki þar sem ég vissi um.
Kvíar: Þær voru hlaðnar úr hnaus eða torfi og grjóti.
Líka grafnar að nokkru inn í hól. Var leitast við að velja skjól. Var breidd
þeirra miðuð við 2 raðir ánna að veggjum og gangrúm fyrir mjaltakonu. Til
voru einstæðu kvíar, þar sem fátt var fært frá og þóttu þær mun betri.
p3
Fastakvíum var haldið
við á sama stað ár eftir ár. Þar sem ég þekkti til var ætíð haft sem styttst
á kvíaból. Helst í túnjaðri. Kvíarnar voru hreinsaðar oftast annan hvern
dag. Þó réði veðrátta nokkru. Taðið var notað til áburðar. Ekki voru dæmi
þess, að grindagólf væri í kvíum. Kvía- bólið var kvíarnar og umhverfi
þeirra. Talað var um að fara á kvíarnar og búið væri að kvía féð, er það
var komið í kvíar. Færikvíar voru ragborð 1x4, negldar á battinga
eða annað hliðstætt, sem var holað niður. Færikvíar útrýmdu fastakvíum.
Tún voru ræktuð upp með færikvíum.
p4
Ekki var grindatað
notað til eldsneytis. Nátthagar: Sérstakar girðingar voru
til, til að bæla kvífé á nóttum. Þær voru kallaðar nátthagar. Hlaðnir úr
hnaus eða torfi og grjóti eftir aðstæðum. Stekktíð: Um Jónsmessu
byrjaði stekktíð að jafnaði, stundum fyrr, eftir gróðri og veðráttu, og
stóð í 10-14 daga. Ekki kölluð annað en stekkjar- tími. Ekki var fært frá
öllum mylkum ám. Tvævetlur og stritlur voru undanþegnar, nema mjög fáar
væru til. Stekkjarvinna nefndist að vera á stekknum. Lambféð var rekið
á stekkinn að kvöldi, þegar öll önnur verk voru búin. Ánum var hleypt út
og látnar hlaupa um stekkinn, er búið var að byrjga lömbin. Síðan fóru
þær á beit er frá leið. Ærnar voru reknar inn til mjalta að morgni, þegar
búið var að mjóka kýrnar, ef sama fólk annaðist stekkinn.
p5
Ærnar voru ýmist
þurrmjólkaðar, sem þótti smjörbetra eða mjólkað ca. 2/3 úr báðum spenum.
Stekkjarmjaltir voru nefndar að mjólka frá eða mjólka af. Það fór eftir
því hvernig var mjólkað, hvort stekkjarmjólk þótti kost- minni en önnur
mjólk. Stekkjarmjólk þótti kostmeiri til skyrgerðar og notuð eftir því.
Líka til osta og einnig soðinn mysuostur en draflinn látinn í grisju, pressaður
og síðan sneiddur niður eins og brauð. Smjör haft með. Kallaðist þetta
kjúka. Ekki var setið yfir stekkjarfé daglangt, en litið eftir því.
Alls ekki gelt á stekk hjá fóstra mínum. Lömbin látin út með mæðrum
sínum, og mátti helst ekki eiga neitt við þau eða reka inn fyrr en gróin
voru. Stíft af pung og eistun dregin út. Tók þau síðan upp að aftan og
sleppt. Lömbin voru mörkuð á stekknum eða rekið inn til þess. T.d. 2. vikna
gömul. Veit eigi hvað er að marka í kari. Bóndinn markaði.
Notaði vasahníf, og sá ég ýmist geymdan til hliðar, milli tanna eða lét
ungling halda á honum og safna sneplum af eyrum og draga upp á band, til
að hafa tölu á mörkuðum lömbum. Soramark kallaðist þau mörk,
sem hægt var að marka upp sem flest eyrna- mörk, t.d. geirstúfrifað, geirsýlt,
stúfhamrifað, stúfhamrað, geirstyft. Þetta þóttu óþerramörk og eigi notuð
nema af fyrrnefndum ástæðum. Vissi til að mold var notuð, ef mikið blæddi.
p6
Lömb voru skrúðadregin,
ef þurfti að auðkenna þau, t.d. börnum voru gefin þau eða undan hvaða á.
Voru þá spottarnir mislitir í hvoru eyra. Dregið var í með skónál og hnútar
beggja megin. Stundum kallað að eyrnamerkja með spotta. Fráfærur:
Tíminn, sem tók við af stekktíð nefndist fráfærur. Lömbin voru færð frá
5-6 vikna. Síðborið lamb nefndist síðgotungur, sumrungur. Lömb, sem týndu
mæðrum sínum nefndust undanvillingar. Löm með vanþrifum nefndust horkreista,
afvæli.
p7
Þegar lömb voru skilin
frá mæðrum voru ærnar reknar af stekknum, t.d. heim í fjárhús, lömbin látin
hlaupa um stekkinn, og er þau voru farin að róast og bíta, rekin á stað.
Þekki ekki lambahöft. Fráfærulömb gengu undir nafninu graslömb eða fráfærulömb.
Ekki voru dæmi þess, að fráfærulömb væru byrgð í húsi fyrstu daga eftir
fráfærur. Hvað felst í "ekki kvik", það að láta lömbin jarma
sig þreytt og hlaupa um stekkinn áður en lagt var af stað.
p8
Að róa lömb var líka
nefnt að spekja. Orðatiltækið eins og jarmur á stekk var notað um mikinn
klið eða hávaða. Lýsisspónn var borinn í hrygg á fráfærulömbum til að hrinda
frá vætu.
p9
Að parraka var að
hnappsitja skepnur, ekki átt við fráfærulömb frekar, þe. að halda þeim
saman í hóp, tjóðra og tálma þeim frelsi að öðru leyti. Hjásetan:
Starfið að halda kvífé á haga nefndist hjáseta, að sitja yfir. Það var
einkum starf barna og unglinga.
p10
Fóstra mín bjó alltaf
til smalabita í sláturtíðinni. Snéri gollurs- húsinu við með öllum mörnum,
lét nýra innan í og batt fyrir. Tyllti því við potteyrað og gaf smalanum,
er hann kom heim. Smalinn fékk frí sunnudag í 17. eða 18. viku sumars,
miðað við berjatíma. Og þá fékk hann oft besta hestinn á bænum með reiðtygjum
og veglegt nesti. Þetta voru verðlaunin. Stafur smalans nefndist smalaprik.
p12
Smalinn fór eftir
eyktar- mörkum með heimrekstur.
p13
Kvífé: Stundum var
kvífé lagðað, þe. svartur ullarlagður bundinn í hvítt fé og öfugt. Líka
skúfbundið, þe. mislit tuska bundin í. Þetta var gert á ábarandi stað,
herðakambi, rassi eða milli horna, og lafði fram á ennisbrúskinn. Háband
var úr mjúku, t.d. ullarlinda. Var afturfótur teygður aftur og hásinin
reirð að leggnum. Þetta var aðeins gert ef reka þurfti stygga kind. Kom
fyrir að fjallafála eða strokukind var sett í "samband" við spaka
með bandi, sem bundið var um aftan við bóga og haft stutt, svo ekki flæktist.
Stygg kind var nefnd fjallafála, gála, skessa, fress ofl. Kindur sem sóttu
í tún nefndust túnþjófar. Til verndar kvífé gegn tófu, þótti gott að nota
hundsskinn og helst að dýfa sneplinum ofan í hundsblóð. Bjöllur voru notaðar
til þess að auðveldara væri að finna sauðfé í dimmviðri. Íslenskir koparsmiðir
steyptu sauðarbjöllur. Greint var á milli undirflogs og júgurbólgu.
Undirflogið er það sem nú nefnist kaldadrep. Júgrið deyr og dettur af og
lifðu fæstar. En júgurbólga var stundum læknuð.
p14
Undirflog var líka
nefnt undirflug, so. að fljúga undir. Reynt var að lækna undirflog og júgurbólgu
með smyrsli úr lyfja- grasi, sem látið var í ílát með litlu vatni og geymt
2-3 vikur. Líka var eins farið með hauggorkúlur, en þær þóttu bestar við
gigt. Mjaltir: Við mjaltir voru notaðar lágar tréfötur með
tréhöldum, nefndar kvíafötur. Úr þeim var hellt í stærri fötur jafnóðum
og mjólkað var. Mjaltaföt voru kvíapils úr strigapoka og kvíahosur. Mjaltakonan
var oftast á hækjum sínum eða hálfbogin við mjaltir. Mjólkað við nögl,
þe. með beygðum þumalfingri og vísifingri. Tvímjaltað var. Nefnt fyrirmjölt
og eftirhreyta.
p15
Froðukross var settur
á hverja á við fyrri mjölt. Þurrkað af við seinni, til að auðkenna ærnar,
ef þær færðu sig til í röðinni. Ef gengið var nætti ám við mjaltir var
það nefnt að tuttla, naga. Þegar mjög dró úr nyt hjá kvífé sökum veðurs,
var það nefnt nytin dettur úr ánum. Þær þorna upp.
p16
Algengt var að láta
líða 2-3 daga milli næst- síðustu og síðustu mjalta í kvíum, en gat verið
4-6 dagar. Þegar síðast var farið undir ærnar var það kallað að hreinsa
þær. Síðasta málsmjólk í kvíum nefndist sauðaþykkni. Þjóðtrú:
Það þekktist að lömb væru mörkuð eftir sjávarfalli, en sjaldnast notað.
p17
Ekki máttu börn kyssa
lömb eða sauðfé, þá átti tófan að bíta kindina, sem kysst var. Þótti vænlegt
að stekkja- og kvíakampar væru hlaðnir með aðfalli, svo vel rækist inn.
Froðukross var settur á hverja á eftir mjaltir, nokkuð ofan við rófu, til
að merkja hverjar væru búnar, svo til að vernda ána frá undirflugi og snakk.
p18
Útbrot á nösum sauðfjár
að sumri nefndist álfabruni, mýbit. Hvítt sauðfé í draumi boðaði snjókomu
á vetrum, en dökkleitt fé regn.